Angelina Jolie að stússast með dóttur sinni

Angelina Jolie (46) vakti athygli í vesturhluta Hollywood í gær þegar hún fór í verslunarferð með dóttur sinni, Zahara Jolie-Pitt (16).

Mæðgurnar fór í vinsæla fataverslun, Fred Segal, og versluðu nokkra poka af fötum. Angelina var frískleg og afslöppuð að sjá en hún klæddist svörtum síðerma bol, dökkum gallabuxum og svörtum skóm. Zahara var í hvítum síðerma bol, svörtum stuttbuxum og hvítum strigaskóm. Þær voru báðar með grímu í stíl við fötin sín og voru klyfjaðar pokum þegar þær fóru. Þær veittu ljósmyndurum enga athygli.

SHARE