Stóðfolinn Colin Farrell fer stórum sem andlit nýrrar herralínu frá Dolce & Gabbana og hefur vakið mikla athygli fyrir þokkafullan sjarma sinn í auglýsingaherferðinni.

Jafnvel ekki nema von, maðurinn ilmar bókstaflega af þrótti og stríðnislegri karlmennsku og hafa heimsmiðlarnir háð kapphlaup undanfarna sólarhringa við að birta myndir úr herferðinni – ýmist að tjaldabaki eða opinberar kynningarmyndir af nýja herrailminum, fólki flestu til yndisauka.

.

10809561_623627894415866_1350310611_n

.

Sjálfur segist Colin lengi hafa laðast að sköpunarverkum hátískuhússins og sú aðlöðun virðist gagnkvæm, en þannig segir Domenico Dolce, hátískuhönnuður þannig:

Colin endurspeglar alla þá eiginleika sem Intense karlmaðurinn býr yfir. Hann er þróttmikill vexti og augnaráðið býr yfir dýpt og innra lífi. Sem stórleikari og karlmaður býður hann af sér karlmannlegan styrk, úthald og hlýju samtímis – en það eru allt eiginleikar sem við höfðum í huga þegar við hönnuðum ilminn.

Hvernig svo Intense ilmar er önnur og næsta óþekkt saga; en Colin er stórkostlegur á myndum, því verður ekki neitað. Hér að neðan má sjá hvað gerðist að tjaldarbaki við gerð auglýsingaherferðarinnar.

.

Dolce-Gabbana-Colin-Farrell-Shoot-Behind-the-Scenes-004

Dömur; við höllum okkur bara aftur og hugsum um sendnar strendur, ekki satt …

Tengdar greinar:

16 ástæður til að brosa í dag – Kyntákn vikunnar

Drakk á hverjum degi í 18 ár

SVO SEXÍ: Áheyrnarprufa MacConaughey (23) fyrir Dazed and Confused

SHARE