Beikonvafin langa

Hún klikkar ekki hjá Matarlyst þegar kemur að góðum hugmyndum.

Þessi dásamlega langa er fyllt með mexíkoosti og pensluð með hlynsýrópi. Borin fram með kartöflubátum, góðu salati og á kantinum hvítlauksmæjó og piparostacantarellu sósa. Eða því sem hugurinn girnist.

Hráefni…Magn fer eftir fjölda þeirra sem eru í mat þessi uppskrift er fyrir 4

-1 kg Langa eða steinbítur ca 200- 250 g á mann
-Beikon 1 vænn pakki beikon ca 3-4 sneiðar á hvert stykki.
-½ Mexíkóostur eða annar góður ostur
-svartur pipar
-Hlynsýróp

Hitið ofninn í 180 gráður og blástur.

Skerið fiskinn í hæfilega stóra bita, potið sleif inn í mitt stykkið, myndið vasa ekki stinga í gegn. Skerið ostinn í sneiðar og svo í lengjur, setjið ostinn inn í gatið. Kryddið fiskinn með pipar. Vefjið með beikoni og einnig langsum til að hylja endana.
Leggjð í eldfast mót, penslið með hlynsýrópi.

Setjið inn í heitan ofninn í u.þ.b 16 mín, kveikið á grillinu penslið aftur yfir með sýrópi, setjið inn og grillið þar til beikonið er gullið 3-6 mín ca, en þessu má þó sleppa og hafa fiskinn inn í ofni í 20-25 mín. Athugið þó að þynnri stykki þurfa minni eldun en þykkari bitar.

Sósur… athugið að einnig er gott að nota kaldar tilbúnar sósur með…

Piparosta cantarellu sósa

Hráefni

⅓-½ l rjómi
1 stk piparostur
½ bréf Knorr cantarellu sósa
3-4 sneiðar beikon skorið smátt
4 sveppir skornir í helming og svo í sneiðar.
¼-½ laukur saxaður smátt.
Örlítið smjör eða olía

Aðferð

Bræðið ostinn í örlitlu vatni, hellið rjómanum út í hrærið saman. Setjið cantarellu sósuna út í blandið vel.
Steikið saman á pönnu beikon, sveppi og lauk í örlitlu smjöri eða olíu, hellið sósunni út á pönnuna, hitið saman, þynnið með rjóma eða mjólk ef þurfa þykir.

Hvítlauks mæjó

2 dl Mayonnaise
Hvítlaukur pressaður eftir smekk að lágmarki 4-5 rif

Blandið saman í skál, berið fram með.

Kartöflubátar
Magn fer eftir fjölda þeirra sem eru í mat

Kartöflur skornar í fernt, olíu skvett yfir, kryddið með salti og pipar.

Setjið inn í 180 gráður og blástur í u.þ.b 40-50 mín. Hreyfið við þeim af og til.

SHARE