Hjónin Beyoncé og Jay Z virtust skemmta sér vel á körfuboltaleik á mánudagskvöldið stuttu eftir að myndbandi var lekið þar sem Solange ræðst á Jay Z.

Solange sem er systir Beyoncé og Jay sáust rífast heiftarlega á myndbandsupptöku úr lyftu sem endar á því að Solange gengur í skrokk á Jay. Enginn veit hvaða orð fóru þeirra á milli en sá orðrómur hefur verið á lofti að hjónaband Jay og Beyoncé standi á brauðfótum. Annað myndband sýnir að Beyonce yfirgefur hótelið ásamt Solange þar sem lyftuferðin mikla átti sér stað en Jay Z fer upp í annan bíl sem ýtti stoðum undir fyrrnefndan orðróm.

Miðað við myndirnar sem voru teknar af hjónunum í gærkvöldi virðist þó allt leika í lyndi þeirra á milli. Fleiri slæmar sögur af Solange hafa aftur á móti komið upp á yfirborðið en hún er sögð hafa átt í orðadeilum við fleiri þetta örlagaríka kvöld.

Beyonce-Jay-Z-Brooklyn-Nets-Game-May-2014

Beyonce-Jay-Z-Brooklyn-Nets-Game-May-2014-2

SHARE