Bíll ók fram af Glerá á Akureyri

Umferðaróhapp átti sér stað við brúna á Glerárgötu eftir miðnætti í gær.
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum sem ekið var í suðurátt eftir Hörgárbraut með þeim afleiðingum að bíllinn lenti á brúarhandriðinu og svo út í á.

Bíllinn fór alla leið yfir ána og endaði á bakkanum hinu megin.
Töluverður viðbúnaður var á slysstað í gærkvöldi en tveir voru í bílnum og voru fluttir á slysadeild en litu ekki út fyrir að vera mikið slasaðir að sögn lögreglu sem taldi þá hafa sloppið ótrúlega vel miðað við aðstæður og það að mikill kostur hafi verið að bíll hafi lent á dekkjunum.
Bíllinn er mikið skemmdur og líklega ónýtur.

SHARE