Börn blótandi í prinsessukjólum

Myndband þetta dreifist nú eins og eldur í sinu á veraldarvefnum. Tilgangurinn er að vekja athygli á neikvæðum staðalímyndum, kynferðisofbeldi og að konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sömu vinnu.

Stúlkurnar ungu blóta talsvert í myndbandinu og segja til að mynda orðið „fuck“ í annarri hvorri setningu. Þær spurja áhorfendur hvort sé meira hneykslandi, að þær skuli blóta eða að launamunur kynjanna sé enn áberandi í samfélaginu. „Þarf ég að vera með typpi til þess að að fá almennileg laun“ er meðal annars sagt í myndbandinu.

Hvað finnst ykkur um þetta myndband? Er það að gera sig?

Heimild: FCKH8.com

SHARE