Börn í Bretlandi fá sömu sjúkdóma og börn í seinni heimsstyrjöldinni fengu vegna lélegs mataræðis.

Í seinni heimsstyrjöldinni voru mörg börn með skyrbjúg og beinkröm vegna þess hvað maturinn sem þau fengu var lélegur. Nú herja þessir sjúkdómar aftur á bresk börn og segir fólk sem hefur athugað stöðu mála að skýringanna sé að leita í ruslfæði sem er snar þáttur í kosti margra barna. Þessi kostur er verri en sá sem fólk hafði meðan matur var skammtaður á stríðsárunum.  

 

Margir reiða sig á tilbúnar máltíðir og skyndibita sem er að hluta skýringin á því hvað mikið er af of feitum og illa nærðum börnum í Bretlandi og víðar. Talsmaður bresku læknasamtakanna, Dr Mark Temple sagði nýlega á læknaráðstefnu að staða mála væri sorgleg. Hann bætti við að ástandið væri mun verra en þegar þjóðin bjó við matarskömmtun og væri þetta áfellisdómur yfir matvælaframleiðendum. Næringarfræðingurinn  Sioned Quirke sagði við sama tækifæri að næringin sem almenningur fengi nú til dags væri verri en var fyrir öld síðan.

 

Kalk- og D vítamín skortur veldur beinkröm. Beinin verða mjúk og afmynduð. D vítam fáum við aðallega úr feitum fiski og eggjum. Skortur á C vítamíni sem við fáum úr ávöxtum og grænmeti veldur skyrbjúg. Skyrbjúgur lýsir sér í sársauka í liðum og bólgnu tannholdi sem vill  blæða úr.

Afbökun á beinum lagast ekki. Hún helst alla ævi.

 

Matur var skammtaður í Bretlandi frá 1940 til ársins 1954. Venjulegur vikuskammtur fyrir fullorðna var eitt egg, 115gr smjörlíki, 4 strimlar af beikoni, 35gr smjör, 16gr ostur, 250gr sykur og te. Lítið var um ávexti og grænmeti.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here