Undanfarið hefur mikil umræða skapast í okkar litla þjóðfélagi eftir að veitingastaðurinn Kaffi París og AA samtökin voru dregin upp í fjölmiðlum. Pressan ræddi við heimildarmann sinn frá AA sem kom til þeirra með frétt um að Kaffi París hefði sent þeim bréf og sagði meðal annars að Kaffi París hefði vísað þeim frá vegna þess að þeir væru ekki að kaupa áfengi. Bréfið var ekki birt í heild sinni. Við höfum nú bréfið undir höndum og birtum það hér í heild sinni. Framkvæmdastjóri vildi ekki tala við hvern hóp á staðnum um þessa beiðni sína vegna þess að þá voru þeir viðskiptavinir og hún vildi síður trufla þá inni á staðnum með  þessari umræðu þá og fannst rétt að eiga þessa samræðu við þá utan Kaffi París og sendi því bréfið.

Reykjavík 11. Apríl 2013

Kæru viðskiptavinir

Við hjá Kaffi París sjáum okkur ekki annað fært en að koma á framfæri beiðni til ykkar. Við höfum upplifað eins og viðskipti okkar á milli hafi verið byggð á röngum forsendum.

Einstaklingar frá ykkar samtökum hafa verið tíðir gestir hjá okkur sem við fögnum mjög og viljum að sjálfssögðu fá áfram til okkar og höfum ekkert við það að athuga og erum þakklát fyrir þau viðskipti.

Það sem við viljum koma á framfæri og viljum gera það með eins mildum hætti og mögulegt er svo að ég vona að þið leggið þann skilning í orð mín. Kaffi París er kaffihús og veitingarstaður sem lifir á því að selja veitingar og því hefur það verið erfitt fyrir okkur að taka á móti stórum hópum sem hafa það ekki í huga að versla veitingar heldur halda áframhaldandi fundi. Þau hafa verið að færa til húsgögn á staðnum og mynda grúppur í Veitingarsal. Önnur atvik hafa auk þess verið að koma upp sem hafa verið rædd við hina margvísulegu hópa sem hafa átt hlut að máli.

Kaffi París er með fundarsal niðri þar sem leigan kostar 25.000 en allar veitingar dragast frá því verði. Þar er fólki að sjálfsögðu velkomið að halda fundi en við getum ekki verið með fundarsetu upp í sal. Við verðum af tekjum upp í sal af stóru svæði sem ætlað er í veitingasölu.

Kaffi París er sem sagt með þessu bréfi að benda á að stórir fundir eru ekki leyfðir upp í veitingarsal staðarins en salurinn niðri er í boði nú sem áður með ofangreindum forsendum.

Það er ósk mín að þið ræðið þetta við ykkar fólk og ég er að sjálfsögðu tilbúin að ræða þetta við hvern sem er hjá ykkur sé vilji fyrir því. Vinsamlegast verið í sambandi ef spurningar vakna eða frekari skýringa er þörf.

Virðingarfyllst,
F.h. Lido veitinga ehf.

Guðný Atladóttir
Framkvæmdastjóri

Hér er svo pistill sem birtist um málið – Kaffi París málið – Frá hinni hliðinni

SHARE