Brownie með Marsfyllingu – Uppskrift

Þessi kaka sko. Mér er eiginlega orða vant. Það er sjaldgæft. Svo afar sjaldgæft. Svona, nákvæmlega svona, lítur himnaríki út. Yndislega blaut súkkulaðisæla, löðrandi í mjúkri karamellu. Ég legg ekki meira á ykkur.

IMG_0351

IMG_0354

Fljótleg, ljúffeng og einföld. Ekkert vesen. Ég nenni nefnilega ekki að sigta hveiti eða vigta sykur. Alveg alls ekki.

Brownie með Marsfyllingu:

1 pakki Betty Crocker Brownie Mix

6 Marsstykki

IMG_0313

Skerum Marsstykkin í tvennt. Það sleppur að lauma einum helming upp í sig. Ég ábyrgist það.

IMG_0319

Útbúum kökudeigið samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

IMG_0329

Setjum bökunarpappír í meðalstórt eldfast mót og helminginn af kökudeiginu þar ofan í.

IMG_0330

Komum Marsbitunum gaumgæfilega fyrir.

IMG_0347

Afganginum af deiginu er að lokum smurt vandlega yfir.

Inn í ofn á 180° í 40-50 mínútur. Stingið prjón í miðja kökuna til þess að vera viss um að hún sé tilbúin.

IMG_0350

Ó, komdu til mömmu!

Tengdar greinar:

Alvöru Brownies – Uppskrift

Hollar chilíbrownies með þeyttum kókosmjólkurrjóma

Brownie-kaka með hindberjarjóma – Óendanlega góð kaka!

SHARE