Casey Anthony rýfur þögnina eftir að hafa verið sýknuð af morði á dóttur sinni fyrir 11 árum

Casey Anthony mun rjúfa þögn sína í nýrri heimildarmynd eftir að hafa verið sýknuð af morði á dóttir sinni árið 2011. Viðtalið mun birtast í þriggja hluta heimildarmynd sem ber titilinn Casey Anthony: Where The Truth Lies.

Þáttaröðin fjallar um hvarf Caylee dóttur Anthony árið 2008. Sex mánuðum eftir að Caylee var saknað fundust líkamsleifar tveggja ára barns í ruslapoka sem staðsett var rúmum kílómetra frá heimili fjölskyldunnar í Orlando. Bandaríska þjóðin þótti dómurinn mjög umdeildur þegar unga móðirin var sýknuð af morðinu á sínum tíma. Einn kviðdómandinn, Jennifer Ford, sagði á sínum tíma: „Ég sagði ekki að hún væri saklaus. Ég sagði bara að það væru ekki nægar sannanir. Ef þú getur ekki sannað hver glæpurinn er geturðu ekki ákveðið hver refsingin ætti að vera.“

Á sínum tíma héldu verjendurnir því fram að hún hefði sagt ósatt að dóttir hennar óvart hafi drukknaði í sundlaug fjölskyldunnar og að George Anthony, afi dóttur hennar hafi losað þau við líkið. Verjendurnir sögðu að Anthony hafi gert þetta upp vegna slæms uppeldis og erfiða æsku. Dómurinn fell svo sannarlega ekki í kramið hjá bandarísku þjóðinni en nú, 36 ára að aldri, kemur Anthony fram í sviðsljósið og segir sína hlið á málinu.

Eins og sést í kynningarmyndinni hér að neðan, spyr manneskjan á bak við myndavélina Anthony: “Af hverju að tala við mig núna?”Áður en hún getur svarað slökknar á myndavélinni.

Leikstjórinn og þáttastjórnandinn Alexandra Dean sagði: „Frá því hún var sýknuð árið 2011 hefur almenningsálitið á Casey Anthony að miklu leyti mótast af fjölmiðlum sem eru sannfærðir um sekt hennar. „Casey hafði aldrei veitt ítarlegt viðtal þar sem hún útskýrði gjörðir sínar fyrr en nú, og sem kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður var áhugi minn á að komast nær hinum óhlutdrægna sannleika með því að heyra allar hliðar málsins – allt frá þeim sem eru sannfærðir um sekt hennar til Casey sjálfrar.

„Þó að það hafi verið mikilvægt að hafa aðgang og fá viðtal við Casey var það enn mikilvægara að við hefðum fulla ritstjórn á viðtalinu og myndinni.

„Casey sá hvorki né gerði athugasemdir við myndina. „Það sem kemur í ljós í viðtölum sem tekin voru upp á sex mánuðum, er sálfræðileg mynd Casey Anthony og hennar frásögn af því sem hún segir að hafi gerst fyrir dóttur sína. „Ég tel að niðurstaðan muni koma mörgum á óvart og fá bandarískan almenning til að líta á þetta hræðilega mál í nýju ljósi.“

Casey Anthony: Where The Truth Lies er frumsýnd á Peacock 29. nóvember.

SHARE