Coca Cola sameinar fólk frá Indlandi og Pakistan – Myndband

Ástandið milli Indlands og Pakistan hefur verið mjög slæmt síðustu 60 árin. Coca Cola hefur gefið fólkinu í Indlandi og Pakistan – Sem hefur lifað í ósætti síðustu árin, tækifæri til að tengjast á skemmtilegan hátt með hjálp tækninnar.

Coca Cola sýnir fram á það í þessu myndbandi að það sem sameinar okkur er sterkara en það sem aðskilur okkur frá hvort öðru. Fyrirtækið sett upp tvær hátæknilegar Coke sjálfsalavélar í tveimur vinsælum verslunarmiðstöðvum í Lahore, Pakistan og New Dehli í Indlandi – Tvær borgir í einungis 325 mílna fjarlægð en algjörlega aðskildar vegna pólítisks ágreinings. Þeir buðu viðskiptavinum í þessum löndum að gleyma ágreiningi þeirra við hitt landið og deila gleðinni með “óvinum” sínum. Vélin sem þeir kalla “The small world machines” gefur fólkinu kost að sameinast í beinni í þeirri von að auka hamingju og skilning á mismunandi menningum. Í myndbandinu getur þú séð hvernig vélin virkar og út á hvað verkefnið gengur. Við fengum gæsahúð! En þú?

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”1Mu4PKuozWw”]

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here