Conor McGregor reynir að slá Machine Gun Kelly með staf


Conor McGregor(33) var virkilega ósáttur út í Machine Gun Kelly á 2021 MTV Video Music Awards. Samkvæmt sjónarvottum byrjaði Conor að kalla á Machine Gun Kelly þegar hann gekk á rauða dreglinum með kærustu sinni Megan Fox. Öryggisverðir stöðvuðu Conor en samkvæmt heimildarmönnum People vildi hann fá mynd af sér með MGK en var neitað af öryggisteymi MGK.

Sjá einnig: Chrissy Teigen vill lifa edrúlífi

Heimildarmaðurinn segir að Conor hafi misst stafinn sinn, en hann þurfti að gangast undir aðgerð vegna meiðsla fyrir ekki svo löngu síðan, og hefur gengið með staf síðan. Þegar Conor fékk stafinn aftur hafi hann sveiflað honum í átt að MGK. Einnig er til myndband af honum skvetta vatni á MGK og Megan Fox.

Conor McGregor neitaði svo fyrir að vita nokkuð um hvað hafi verið á seyði. Hann hafi bara mætt á svæðið og lét eins og hann væri alveg saklaus.

SHARE