Dagbók fíkilsins – „Ég trúi ekki að ég hafi lifað þetta af“

„The Addict’s Diary“ eða „Dagbók fíkilsins“ er síða sem er tileinkuð sögum, sigrum og ósigrum og lærdómi sem fólk með fíknisjúkdóma vill deila til að hjálpa öðrum.

Fyrir rúmu ári var gert grín að Shaun Weiss, markverði Mighty Ducks, á netinu vegna baráttu hans við bakkus. Í dag fagnar hann einu ári edrú. Þar höfum við það!

Hæ! Ég heiti Brittany og hóf bataferli mitt fyrir 16 mánuðum. Eftir að hafa tekið of stóran skammt 27 sinnum fannst Guði að ég væri þess virði að bjarga lífi mínu. Líf sem mér fannst ég aldrei eiga skilið. Ég er frjáls vegna guðs.

Eftir tvö ár edrú langar mig aðallega að segja þetta: Næst þegar þú horfir á „fíkil“, „dópista“ eða „róna“, reyndu að sjá manneskju í staðinn. Það kæmi þér á óvart hversu mikið það hefur að segja að sýna smá samúð.

Sjá einnig: 5 atriði sem þú þarft að vita um átröskun

Ég heiti Alex og í dag hef ég notað heróín og krakk í 3 ár. Takk þið öll sem hafið hjálpað mér á þessari vegferð minni. Ég trúi ekki að ég hafi lifað þetta af.

Hunter fór frá því að vera inni á geðdeild, til þess að fara að starfa sem lögreglumaður. Í dag hefur hann verið edrú í 6 ár. Áfram Hunter.

Þetta er dóttir mín, Bradie, sem hefur verið í neyslu síðan hún var 18 ára. Hún er komin hjartaþelsbólgu vegna eiturlyfjanotkunarinna og þurfti að fara í opna hjartaaðgerð 19 ára gömul. Núna er hún 21 árs og hefur verið edrú í 11 mánuði. Ég hef verið bænheyrð.

Sjá einnig: Þessi kemur heldur betur á óvart

Góðan daginn öllsömul. Ég heiti Courtne og er fíkill. Ég veit að það hafa ekki verið margar góðar fréttir í heiminum upp á síðkastið en í dag hef ég verið edrú í 20 mánuði.

Ég var háð áfengi og fíkniefnum í 23 ár. Í dag hef ég verið edrú í 4 ár.

Hæ ég heiti Jacquelyn og var háð methamfetamíni. Ég hef verið edrú í þrjú ár.

Þetta getur gerst eftir 283 daga án vímuefna. Áfram Chase!

Ég hef ekki notað methamfetamín og adderall í 1 ár í dag. Ég trúi þessu varla. Með hjálp guðs hef ég orðið frjáls.

Sjá einnig: Einfalt ráð til að sofna á 5 mínútum

Ég var háð methamfetamíni í tvö ár. Mamma sagði mér að annað hvort myndi ég leita mér hjálpar eða sofa úti. Ég ákvað að sofa út. Um nóttina ákvað ég að leita mér aðstoðar. Ég var edrú í 6 mánuði og féll þá í 6 mánuði og þá fór ég á botninn. Allir í fjölskyldunni minni voru komnir með nóg af mér og mínum ákvörðunum. Ég náði hausnum út úr rassgatinu á mér og nú hef ég verið án methamfetamíns í tvö og hálft ár. Það er alltaf von.

Fyrrverandi konan mín rakst á þessa mynd af mér sem var tekin fyrir þremur árum. Hún skilur ekki hvernig hún gat ekki vitað að ég væri í neyslu á þessum tíma. Við ljúgum að sjálfum okkur fyrir þá sem við elskum. Núna hef ég verið edrú í 31 mánuð og lifi lífinu til fulls og er að hjálpa öðrum til bata.

Ég er 27 ára einstæð 3 barna móðir frá Bretlandi. Ég hef átt í 2 ára baráttu við kókaín. Ég missti samband við 90 prósent af fjölskyldunni minni. Ég skuldaði eiturlyfjasalanum þúsundi punda og hafði alveg og algjörlega misst mig. Í dag er ég ekki bara edrú heldur er ég hætt að reykja, en ég reykti 40 sígarettur á dag. Ég er aftur komin í gott samband við fjölskylduna. Hver dagur er áskorun en ég mun halda áfram að berjast!

Á myndunum til vinstri var ég búin að taka of stóran skammt af eiturlyfjum og á hægri myndinni er ég búin að vera edrú í þrjú ár.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here