Dánarorsök Lisa Marie Presley orðin opinber

Dóttir Elvis Presley og Pricilla Presley, Lisa Marie Presley, lést þann 12. janúar, aðeins 54 ára gömul. Hún hafði fengið hjartastopp fyrr um daginn en var endurlífguð á heimili hennar í Calabasas í Kaliforníu. Þegar þeir fundu púls var hún flutt á spítala í West Hills í Los Angeles en þar var hún sett í öndunarvél, meðvitundarlaus og í alvarlegu ástandi.

Lisa fór nokkrum sinnum í hjartastopp og endaði það með því að hún lést. Við krufningu kom í ljós að hún var með stíflu í smáþörmum og var með mikið af lyfjum í líkama sínum, þar á meðal ópíóðum og geðrofslyfjum. Fyrir andlátið hafði hún kvartað yfir magaverkjum vikuna fyrir andlátið en hún hafði farið í einhverskonar magaermisaðgerð og í bland við öll lyfin sem hún tók, sem stífluðu smáþarmana og það hafi það leitt til dauða hennar.

SHARE