Dásamleg skinkuhorn

Hver elskar ekki skinkuhorn, þessi uppskrift er frá Matarlyst er í miklu uppáhaldi, hreinlega klikkar bara ekki.

Hráefni

100 g smjör við stofuhita
900 g brauðhveiti
60 g sykur setjið 1 msk af þessu út í mjólkur og ger blönduna
1/2 tsk salt
1/2 líter nýmjólk
1 bréf þurrger er 11.8 g
250g kotasæla
2 stk skinkumyrja
1 egg slegið saman til að pensla hornin með áður en þau fara inn í ofninn.

Aðferð

Setjið saman í hrærivélarskál hveiti, salt og sykur en takið frá eina msk af sykri til að setja út í gerblönduna blandið saman með króknum. Bætið mjúku smjöri saman við, hrærið þar til komið er vel saman. Hitið mjólkina í potti þar til hún verður ylvolg eða u.þ.b 28 gráður, takið pottinn af hellunni bætið 1 pakka af þurrger bætt út í setjið 1 msk af sykri út í til að örva gerið, látið gerblönduna leysast upp í mjólkinni í ca 5 mín pískað saman. Kotasælu er því næst bætt út í mjólkina blandið henni saman við.


Hellið að lokum mjólkur-ger blöndunni út í hrærivélarskálina, látið vélina hnoða deigið í u.þ.b 5 mín á lægsta hraða. Gott er að vera með auka hveiti á kantinum ca ½-1 dl ef deigið er of blautt það á ekki að klístrast við fingurnar. Látið hefast í hrærivélarskálinni undir klút í 30 mín.


Skiptið deiginu í 5 hluta, fletjið út í hring, skerið í 8 sneiðar, setjið 1 tsk af skinkumyrja á hverja sneið og rúllið henni svo upp. Látið hefast í 20 mín. Sláið 1 eggi saman, penslið skinkuhornin áður en þau fara inn í ofninn.
Hitið ofinn í 200 gráður og blástur. Bakið í 10-12 mín eða þar til hornin verða gullinn brún.
Frystið skinkuhornin þannig geymast þau best.

r
SHARE