Svo þig vantar skartgripaskrín? Veistu ekki hvað þú átt að gera við öll hálsmenin? Eru hringarnir að þvælast fyrir þér? Hvað með öll naglalökkin? Vissir þú að það er lítill vandi að gera skartgripageymslu úr gömlum súpudiskum, kertastjökum og fallegum tebollum? Af hverju ekki að skreppa á flóamarkað, kaupa fallegt stell og fara heim að föndra?

Frábært verkefni sem getur fætt af sér gullfallega skartgripahirslu!

SHARE