DIY: Hitalausar krullur – Frábær aðferð

Við vitum flestar hversu langan tíma það getur tekið að krulla hárið, svo ekki sé minnst á það hversu skaðlegt það er fyrir hárið okkar að nota sjóðandi heitt járnið á það.

Þessi krulluaðferð er fljótleg og einföld, sem allir geta gert. Þú einfaldlega setur hárið þitt í hátt tagl, tekur hluta af taglinu og spreyjar á það örlitlu vatni, vefur því um annað hvort einn eða tvo fingur og klemmir síðan. Þegar þú ert búin að snúa upp á allt taglið, skaltu spreyja hárlakki yfir og láta síðan bíða þar til lokkarnir eru orðnir þurrir.

Sjá einnig: Einfaldar hárgreiðslur sem allar geta gert

Á meðan þú bíður, getur þú notað tímann og málað þig eða gert það sem þú þarft að gera og síðan tekið klemmurnar og teygjuna úr hárinu og rennt fingrunum þínum í gegnum hárið. Einfalt, fljótlegt og gott fyrir hárið.

SHARE