Djöflatómatar – draumur kóríanderaðdáenda

Eldhússystur bjóða uppá þessa uppskrift fyrir þá sem elska kóríander.

Fyrir fjóra

400 gr tómatar (gjarnan af mismunandi stærð)
1 gulur laukur
1 grænt chili
1 krukka ferskur kóríander
Safi úr einum lime-ávexti
1 tsk sykur
1 msk jurtaolía
Sjávarsalt

Skerið tómatana í sneiðar og leggið á disk. Hakkið laukinn smátt. Fræhreinsið chili-ið og skerið smátt. Skerið kóríanderinn smátt.

Blandið sama limesafanum og syrkinum í skál. Þeytið olíuna saman við. Stráið lauk, chilli og kóríander yfir tómatana. Hellið dressingunni yfir og stráið svo sjávarsalti yfir að lokum.

SHARE