Málið er: mega þroskahamlaðir eiga börn?
Einstakt mál bíður nú úrskurðar dómara í Englandi. Fyrir dómaranum liggur að ákveða hvort skipa eigi að maðurinn fari í ófrjósemisaðgerð, þvi að „það sé best fyrir hann“.
Maðurinn tekst á við mikla námsörðugleika og heilbrigðisyfirböld í heimahéraði hans, heimilislæknirinn og foreldrar mannsins vísuðu þessu máli sameiginlega til dómstólanna. Samskonar beiðni hefur áður verið lögð fram í máli annars manns en henni var hafnað. Maðurinn sem nú er fjallað um, DE á þegar þriggja ára dreng með kærustu sinni og vill ekki eiga fleiri börn. Reyndar telja málshafar að hann gæti á engan hátt höndlað það að eiga fleiri börn en hann hafi ekki skynsemi og kunnáttu til að nota getnaðarvarnir.
Andlegt ástand DE er talið vera þannig að hann muni ekki vera fær um að ákveða sjálfur hvort hann eigi að láta loka fyrir sæðisleiðarana eða ekki. Það verður því hlutverk dómarans að kveða upp úrskurðinn í þessu máli. Hún hefur tjáð sig um að hún hafi áhyggjur af hvaða áhrif þetta mál hafi og muni hafa á DE. Fyrir rétti sögðu málshafar að DE myndi að lokinni aðgerð fá fullt sjálfstæði og sjálfræði yfir líkama sínum. Félagsráðgjafi sem hefiur starfað með fjölskyldu DE vitnaði að hann vildi láta gera þessa aðgerð og þetta mál væri ekki tilraun til „kynþáttahreinsunar“. Hann endurtók að þetta mál snerist ekki um að bæta erfðamengi mannkynsins eða vana ungan mann gegn vilja hans. Þetta er alveg einstakt mál og opnar ekki leiðina til að gera aðra greindarskerta einstaklinga ófæra um að geta afkvæmi.
Meðan þetta mál stendur yfir er DE meinað að lifa kynlífi með kærustu sinni og fá þau aðeins að hittast undir eftirliti.
Við réttarhöldin nýlega hrósaði dómarinn foreldrum DE fyrir hvað þau hafa staðið þétt við bakið á syni sínum í þessu máli öllu og í rauninni alla hans ævi. „Þegar ég hlýddi á vitnisburð ykkar“, sagði dómarinn, „ var mér efst í huga hvað DE er heppinn að eiga foreldra eins og ykkur.”