„Ég er með háskólagráðu” – Beinskeytt herferð um stöðu heimilislausra

„Ég tala fjögur tungumál” – „Ég hef hannað og smíðað vélmenni” – „Ég er með háskólagráðu í líffræði frá háskólanum í West Virginia”.

Þessar áletranir og fleiri má lesa á einföldum pappaspjöldum í mögnuðu myndskeiði sem sýnir heimilislausa segja sögu sína í örfáum orðum, en myndbandið hér að neðan er hluti af beinskeyttri baráttuherferð sem mannúðarsamtökin Impact Homelessness í Orlando, Bandaríkjunum bera ábyrgð á.

Heimilislausir í Florida fylki eru samkvæmt opinberum tölum 47.862 manns og telja þannig 8% af heimilislausum í Bandaríkjunum öllum. Þá er Florida talið eitt hættulegasta fylki Bandaríkjanna fyrir heimilislaust fólk, en hatursglæpir gegn heimilislausum hafa margfaldast á undanförnum árum.

Hér má nálgast vefsíðu samtakanna en myndskeiðið þjónar öflugum tilgangi og minnir um leið á að aldrei skyldi dæma bókina eftir kápunni. Óhapp geta hent alla og enginn veit sína ævina fyrr en öll er:  

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”THxtcWNw3QA”]

SHARE