Ég nota Moroccanoil – Þú getur unnið svoleiðis frá Modus hárgreiðslustofu!

Moroccanoil hefur slegið öllum hárvörum sem ég hef notað við, það er alveg á hreinu. Ég hef stundum verið spurð hvað ég nota í hárið á mér. Ég litaði hárið mitt ljóst í mörg ár og þegar þú aflitað hárið aftur og aftur á það til að skemmast og slitna auðveldlega. Ég hef verið með minn náttúrulega hárlit núna í eitt og hálft ár og ekki verið að aflita það. Ég þurfti að næra hárið mitt vel og hugsa vel um það eftir öll þessi ár sem ég misnotaði það stanslaust.

Ég fór til hans Hermanns sem á Modus hárgreiðslustofuna í Smáralindinni fyrir myndatöku fyrir nokkrum mánuðum (mynd úr tökunni hér fyrir ofan) og hann blés hárið mitt upp úr Moroccanoil efni og setti svo Moroccanoil olíuna í það líka. Mér fannst lyktin himnesk og hárið varð ótrúlega fallegt og glansandi svo að ég að sjálfsögðu keypti mér olíuna sem ég hef notað samviskusamlega í nokkra mánuði. Ég get alveg sagt það með góðri samvisku að hún svínvirkað og hárið mitt hefur lifnaði við aftur!

Hárgreiðslustofan Modus ætlar að gefa Moroccanoil, laugardaginn 2.Febrúar og það sem þú þarft að gera er að commenta hér undir eða deila myndinni af olíunni af Facebook síðu hárgreiðslustofunnar hér. Þú gætir orðið heppin!

Við stelpurnar frá Hún.is notum allar Moroccanoil.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here