Aesha Mohammadzai varð fyrir hræðilegri árás í heimalandi sínu Afghanistan, en eiginmaður hennar og tengdaforeldrar skáru af henni nef og eyru og skildu hana eftir úti í skógi eftir að hún flúði.

Aesha vakti heimsathygli árið 2010 þegar hún kom fram á forsíðu Times, þar sem birt var mynd af henni án nefs eða eyrna.

Faðir Aeshu gaf hana þegar hún var aðeins tólf ára gömul eftir að hann var sakaður um morð. Faðir hennar gaf því talíbönskum hermanni dóttur sína til að greiða skuldina sem hann var sagður skulda. Eiginmaður hennar og tengdafjölskylda beittu stúlkuna ofbeldi allan þann tíma sem hún bjó hjá þeim en það er kaldur raunveruleiki margra kvenna í Afghanistan og sérstaklega þeim sem gefnar eru til að greiða upp skuld.

Aesha gafst upp á ofbeldinu á endanum og flúði, þegar hún náðist var henni svo refsað illa, hún átti ekki að lifa árásina af en hún náði naumlega að skríða heim til afa síns sem kom henni undir læknishendur. Í dag býr hún í Bandaríkjunum hjá fjölskyldu frá Afganistan sem tók hana að sér. Aesha hefur verið kennt að lesa og skrifa en á enn eftir að læra mikið og talað er um að hún hafi námsgetu á við barn, enda aldrei lært að lesa eða skrifa fyrr en nú.

Hér getur þú séð sögu stelpunnar og framför hennar. Aesha hefur farið í margar lýtaaðgerðir á nefi en læknum hefur tekist að móta nef með því að nota umframvef frá framhandlegg hennar og enni. Aesha á enn nokkrar aðgerðir eftir og þá verður reynt að móta eyru.

[youtube width=“600″ height=“325″ video_id=“Ur3jXQeuw1o“]

SHARE