Eiginmaður myndar baráttu konu sinnar við krabbamein – Myndir

Jennifer og Angelo að skála í bjór á tröppum sinnar fyrstu íbúðar saman í New York

Þessar einlægu og átakanlegu myndir tók Angelo Merendino af eiginkonu sinni, Jennifer Merendino á því tímabili sem hún barðist við brjóstakrabbamein og þegar hún tapaði þeirri baráttu.

Ástarsaga þeirra hófst í Cleveland árið 2005 og Angelo segir að um leið og hann hitti hana vissi hann að þetta væri konan sem hann vildi giftast. Hún var framkvæmdastjóri á bar sem hann kom að vinna á og þau byrjuðu að vera saman fljótlega eftir það. Nokkrum mánuðum síðar bauðst Jennifer að fara að vinna í New York sem hún þáði og þá ákváðu þau að vera vinir og halda áfram að vera saman.

Það leið þó ekki langur tími þangað til Angelo var komin til Jennifer í New York og parið gifti sig í Central Park árið 2007.

5 mánuðum eftir hjónabandið var Jennifer greind með brjóstakrabbamein. Í fyrstu meðferðinni árið 2008 segir Angelo að þau hafi fengið mikinn stuðning fjölskyldu og vina en þegar krabbameinið kom aftur upp árið 2010 segir hann að fólk hafi ekki gert sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið var.

Hann fór í kjölfarið að mynda aðstæðurnar og það sem fór fram hjá þeim hjónum í baráttunni við krabbameinið.

Jennifer lést 22. desember 2011, nokkrum dögum eftir 40 ára afmælið sitt.

Hér eru nokkrar myndir úr þessu myndasafni Angelo en hann ætlar sér að gefa þær út í bók með yfirskriftinni „The Battle We Didn’t Choose“ eða Baráttan sem við völdum ekki.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here