Eldsnögg eggjakaka á innan við mínútu – Bökuð í vöfflujárni!

Ég rakst á þessa stórgóðu hugmynd á einhverju ferðalagi um internetið fyrir ekki svo löngu. Eggjakaka í vöfflujárni – ó, hvílík hugmynd, hvílík snilld. Ekki skemmir fyrir að kakan er klár til átu á núll einni. Eða svo gott sem. Það eina sem þú þarft er sjóðheitt vöfflujárn og góð eggjablanda.

Sjá einnig: Guðdómlega gómsætar vöfflur með vanilluís, rjóma & Rommýsúkkulaðisósu

IMG_0773

Eggjakaka í vöfflujárni 

2 egg

mjólk til þess að þynna

krydd að eigin vali (ég nota oregano, steinselju, salt og svartan pipar)

2-3 brytjaðar skinkusneiðar

1/4 rauðlaukur

Að sjálfsögðu má nota bara það sem hugurinn girnist – hvort sem um er að ræða hráefni eða krydd.

IMG_0634

Hitum Rommelsbacher-inn vel upp.

IMG_0778

Hrærum eggjablönduna vandlega saman og hellum henni í heitt járnið.

IMG_0780

Innan við mínútu síðar, voilá – allt klárt. Hrikalega góð ommiletta, bæði stökk og djúsí.

IMG_0785

IMG_0789

Algjör snilld – mæli með því að þú prófir.

Sjá einnig: Brjálæðislega góðar vöfflur með vanilluís og Bingókúlusósu

 

SHARE