Elsta unaðstæki ástarlífsins sem vitað er um

4play.is sendi okkur þennan bráðskemmtilega fróðleiksmola um elsta hjálpartæki ástarlífsins sem vitað er um.

Vísindamenn trúa því að þeir hafi fundið elsta manngerða unaðstækið eftir að hafa sett saman meira en 12 brot steins sem myndar reður en hann er um það bil 28.000 ára gamall.

Talsmaður Háskólans í Tubingen, þar sem fornmunir eru rannsakaðir, bætti því við að þegar hann var ekki notaður sem unaðstæki ástarlífsins, var hann notaður til að kveikja eld.

Dildóinn er um það bil 20 cm langur og gerður úr steini, slípaður og mótaður eins og limur, hann fannst í helli nálægt Ulm í Þýskalandi og hefur greinilega verið hent eftir að hann brotnaði.

Brotin fundust í hellagöngum ásamt hlutum sem tengjast nútímamanninum, ekki forfeðrum okkar Neanderthalsmanninum.

Dildóinn er einstakur því svona dæmi um karlmennsku og stærð af kynferðislegum toga eru sjaldgæf og er það algengari sjón að sjá myndir af konum og konulíkneski sem hafa verið skreyttar stórum brjóstum frá fornu fari.

Elsti dildó heims - 4Play.is

SHARE