Er best að þvo hárið daglega eða ekki?

Hefurðu tekið eftir því að hárið á þér lítur oft betur út þegar nokkrir dagar eru liðnir frá því þú þvoðir það en þegar það er nýþvegið? Það er auðveldara að eiga við óhreint hár en hreint. Sumir ráðleggja fólki að fækka hárþvottum og ástæðurnar eru þessar.

1.) Það er auðveldara að blása það og laga til

Nýþvegið og þurrkað hár hefur tilhneigingu til að fara í allar áttir þegar maður er að eiga við það. Það fer betur með hárið að láta það vera eins og það vill liggja í nokkra daga eftir þvott.

2.) Liturinn endist lengur

Hver þvottur deyfir litinn og þegar hárið er þvegið oft þarftu að fara oftar á hárgreiðslustofuna en ella til að láta lita það. Sumir mæla með að hárið sé ekki þvegið oftar en einu sinni í viku, en það er strax framför ef fólk minnkar það niður í annan hvern dag.

3.) Hárið mun líta betur út 

Þú gætir sett næringu í hárið í staðinn fyrir að þvo það með sjampó. Þá þværðu ekki alla hárfituna í burtu og hárið heldur glansinum.

4.) Þú sparar tímann

Það verða auðvitað bara allir að gera það sem hentar þeim best, gott er samt að muna að það tekur tíma að venja hárið af ofurþvotti, það tekur tíma fyrir hárið að jafna sig aftur, ég vandi mig fyrst á það að þvo hárið annan hvern dag en nú er ég farin að geta gert það með lengra millibili og það lítur ekki út fyrir að vera skítugt. Ofan á allt annað fáið þið líka meiri tíma á morgnana til að njóta fyrsta kaffibollans. Dagurinn verður allur bjartari fyrir bragðið!

ATH. Hér er ekki verið að tala um það að fólk fari ekki í sturtu nema einu sinni í viku, einungis að hárið sé ekki þvegið í hverri sturtu. Margir telja það vera betra fyrir hárið. Þessi ráð hef ég oft fengið frá hárgreiðslufólki sem á við hárið á mér!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here