Er Beyoncé að fela óléttubumbu?

Orðrómur þess efnis að stórstjarnan Beyoncé sé ófrísk af sínu öðru barni hefur verið á kreiki í allt sumar. Það sást til söngkonunnar yfirgefa einkaþotu sína á flugvelli í New York um helgina og það hefur heldur betur vakið athygli að hún virtist hafa mikið fyrir því að fela á sér magann. Hún gekk um með bæði fartölvu og stóra myndavél í fanginu og erlendir slúðurmiðlar þykjast nú sannfærðir um að Beyoncé sé með barni. En það er svo sem ekki í fyrsta skiptið.

Sjá einnig: Beyoncé öfundar Kim Kardashian

PAY-Beyonce (1)

PAY-Beyonce

SHARE