Er skaðlegt fyrir lítil börn að nota Ipad tímunum saman?

Það eru ansi skiptar skoðanir um skaðsemi og áhrif útvarpsbylgja, sumir segja að þær geti verið skaðlegar meðan aðrir halda því fram að áhrifin séu lítil sem engin. Sum börn eru farin að nota Ipad dag hvern og sitja jafnvel með hann í kjöltunni. Ýmsar greinar hafa verið birtar um hugsanlega skaðsemi þess að börn noti þessi tæki mikið. Í grein sem birtist á síðunin safeinschool.org er rætt um hugsanlega skaðsemi þess að börn noti þessi tæki mikið.

Í upplýsingabæklingi fyrir þá sem hafa keypt sér iPad er birt viðvörum varðandi notkun tækisins og þar með segist fyrirtækið ekki ábyrgt fyrir hugsanlegum skaða.

Lastu þú bæklinginn?

 

Apple: “Lesið þessar upplýsingar vandlega áður en þið faið að nota iPad-inn til að komast hjá skaða.  

 

Þegar fólk kaupir iPad fær það þessar upplýsingar um öryggismálin en þær eru í litlum bæklingi og textinn er með svo smáu prenti að það er nær ómögulegt að lesa hann nema með stækkunargleri. Fólk verður eiginlega að skoða textann á netinu til þess að geta lesið hann. Fæstir foreldrar og kennarar lesa hann.

 

Þetta stendur í upplýsingabæklingnum:

 

Í iPad  eru útvarps sendar og móttakar. Þegar kveikt er á iPad-inum sendir hann frá sér og tekur á móti útvarpsbylgjum um loftnet. Wi-Fi og Bluetooth® loftnetin eru bak við skjáinn til vinstri við takkann  sem maður notar til að kveikja á tækinu. Búið er að prófa iPad-inn og hann stenst opinberar öryggiskröfur settar um notkun Wi-Fi og Bluetooth.  

 

Þá kemur viðvörum þess efnis að fólk gæti þess að verða ekki fyrir meiri geislun en opinberar leiðbeiningar frá FCC (stofnun innan bandaríska innanríkisráðuneytisins sem á að gæta öryggis borgaranna) og Evrópuráðinu segja til um. Þá er fólki sagt hvernig það á að halda á tækinu til að fá sem minnsta geislun.

 

Ef þú telur, segir ennfremur, að þú eða barnið þitt verði fyrir of mikilli geislun getur þú og ættir að nota tengingu með snúru meira og þráðlausa minna. Þannig eykst fjarlægðin milli þín og iPad-sins, en fjarlægðin skiptir afar miklu máli hvað varðar geislunina sem líkaminn verður fyrir.

 

Í upplýsingabæklingnum er varað við því að geislunin muni fara yfir þau mörk sem eftirlitsstofnanir telja örugg fyrir fólk ef ekki er farið að leiðbeiningum sem þar eru gefnar.  

 

Þessum tækjum er mjög beint að börnum en varnaðarorðin eru falin í upplýsingabæklingi sem er á netinu. Foreldrar vita ekki af þessum viðvörunum og leyfa börnunum sínum að vera með iPad-a í öllum mögulegum aðstæðum eins og myndirnar sem hér fylgja sýna. iPad-inn er oft í kjöltu barnanna við kynfæri þeirra eða þau halda á honum og snerta loftnetið.

Þannig er iPad-inn meðhöndlaður sem leikfang en ekki sem tæki sem sendir frá sér og tekur við  útvarpsbylgjum eins og þó eru upplýsingar um í upplýsingabæklingnum.

Geislun frá farsímum og iPad er svipuð og ætti að umgangast þessi tæki á svipaðan hátt. Auk þess er mesta geislun frá iPad margfalt meiri en frá farsíma.

Að leyfa barni að vera með iPad klukkustundum saman og nota þráðlausa tengingu- hvort sem verið er að nota netið eða ekki – jafnast á við að láta barnið hafa síma til að leika sér með klukkustundum saman á dag. 

Þessi mikla notkun iPad-a mun hafa svipaðar afleiðingar og við erum að sjá í sambandi við mikla farsímnotkun.  En munurinn er sá að hér eru um yngri heila og líkama, börn að ræða.    

Upplýsingar frá Alþjóðaheilbriðgisstofnuninni um „öryggi“ WiFi taka aðeins til merkja frá „ráterum (beininum) úr fjarlægð“. Þar er ekkert rætt um geislun frá tækjum sem fólk er með nærri sér svo sem spjald- og fartölvur. Þetta er raunar skýrt tekið fram.

 

WiFi örbylgjur hætta ekki frá ráternum fyrr en slökkt hefur verið á honum. Skiptir þá engu hvort verið er að vafra um netið eða ekki. Foreldrar og kennarar hafa  WiFi oft tengt og rétta barninu spjaldtölvuna eða snjallsíman og segja því að leika sér en vera ekki á netinu og vita ekki að geislunin heldur áfram þó að barnið sé bara að fara í leiki.

 

Að lokum: Það eru mörg loftnet inni í hverjum iPad. Hvorki börn né fullorðnir ættu nokkurn tíma að hafa iPad í kjöltunni.

 

Heimildir og myndbönd:

 

Hér getur þú séð myndband um málið


Hér


Hér

SHARE