Ertu með klofnar neglur? – Góð ráð til naglaumhirðu

Photo by Stuart Miles
Photo by Stuart Miles

Nöglin er byggð upp af mörgum frumulögum og ef binding þeirra er ekki nógu sterk klofnar nöglin. Við höfum örugglega allar lent í því að það sé eins og efsta lag naglarinnar lyftist upp og flagni af. Til þess að binding frumulaganna sé góð þarf nöglin að hafa nægan raka í sér. Vatnsdrykkja er nauðsynleg þessum frumum, eins og öllum öðrum frumum líkamans, en einnig er gott að nudda naglrótina til að auka næringarflæðið til frumnanna.

Það skiptir líka máli hvernig við þjölum neglurnar. Ef þið hafið sagað spýtu þá vitið þið að hún ýfist upp við að sagað er í hana, eins er með neglurnar. Þegar við þjölum erum við að ýfa frumulögin upp og er mjög mikilvægt að loka brúninni eftir þjölun. Við gerum það þannig að við höldum þjölinni lóðrétt og strjúkum niður. Notum svo fingurgómana til að finna hvort brúnin sé ekki orðin mjúk. Einnig er mjög gott að nota fínni þjöl og fara yfir brúnina, bæði lóðrétt og lárétt, þangað til að brúnin er orðin mjúk. Ef þetta er gert eru minni líkur á að nöglin klofni og brotni.

Eins og sagt var í gamla daga „Vel hirtar og fallegar hendur eru hverri konu til mikillar prýði”

Vilt þú senda fyrirspurn til snyrtifræðings? Sendu þá póst á inga@hun.is

 

SHARE