Eyðnismitaður maður frá Leicester í Bretlandi smitaði kærustuna og sagði henni að dreifa veikinni um svo að fleiri fengju að þjást.  

„Þessi samviskulausi maður var með fjórum stúlkum og sagði engri þeirra að hann væri með eyðni. Hann lék sér að lífi þeirra“.

Hann smitaði kærustuna og þegar hún vissi sannleikann og þau voru að skilja sagði hann henni að sofa bara hjá nógu mörgum til að dreifa sjúkdóminum sem víðast.

Tvær af hjásvæfum hans smituðust og var sextán ára unglingur önnur þeirra. Það væri um að gera að sjá til þess, sagði hann henni þegar upp komst, að hún væri ekki sú eina sem burðast með eyðni. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir brot sín og dómarar segja brot hans vera algjörlega óafsakanleg.

Grét í réttarsalnum

Konan sem bar vitni í réttarsalnum var aðeins 16 ára þegar hún kynntist manninum sem þá var 26 ára og hún greindi frá því að hann hafi talið að hann ætti að dreifa sjúkdóminum sem víðast því að hann hefði ekki til þess unnið að fá hann.

Hitt fórnarlamb hans var ung kona um tvítugt sem hann kynntist eftir að yngri konan (unglingurinn) hætti að vera með honum.

Ákæruvaldið segir þennan mann fullkomlega sjálfhverfan og hann hafi stundað kynlíf án nokkurra varna þegar búið var að greina hann eyðnismitaðan. Og hann lét konurnar ekki vita um ástand sitt.  Þessu neitar hann og segist hafa sagt þeim eins og var.

 

Var aðeins 16 ára þegar hún kynntist manninum 

Unga stúlkan sem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lenti í klónum á manninum segir manninn hafa stungið upp á því eftir nokkurra mánaða samband að þau eignuðust barn saman. Hún sagðist hafa orðið alveg hissa því að hún var svo ung, en féllst á það af því hún var svo ástfangin, sagði hún.

Þegar hún var orðin ólétt fór hann að beita hana miklu ofbeldi. Hún fór aftur í skóla þegar barnið var fætt og þá kom hann oft heim með kvenfólk sem hann sagði vera vinkonur sínar.

Þegar barnið var ársgamalt fóru ummerki sjúkdómsins að vera sýnileg og hann kenndi henni um að hún hefði áreiðanlega verið að halda framhjá sér en svo kom sögu að þau fóru bæði í blóðprufu til að athuga hvort þau væru smituð af sjúkdómnum, það sem konan vissi þó ekki var að maðurinn hafði vitað um nokkurt skeið að hann væri smitaður.

Á sjúkrahúsinu var konan spurð hvort hún vissi að sambýlismaður hennar væri eyðnismitaður og daginn eftir fékk hún fréttirnar að hún væri smituð líka. Barnið þeirra slapp þó og var ekki smitað.

Bað hana um að sofa hjá sem flestum og smita sem flesta.

“Ég skil þetta ekki, sagði hún. Ég er búin að búa með þessum manni í tvö ár og hann hefur aldrei minnst á að hann væri með eyðni.  Þegar ég bar það á hann virtist það ekki skipta hann neinu.”

Þessa konu hafði langað til að læra að verða ljósmóðir en hún getur aldrei orðið ljósmóðir. Þau skildu svo að skiptum og áður en þau skildu bað hann hana lengstra orða að sofa hjá sem flestum og smita sem flesta. Maðurinn lék sér með líf annarra og mun eflaust fá þungan dóm.

SHARE