Facebook er frábær leið til að kynnast fólki, deila myndum með ættingjum sem búa langt frá og eiga samskipti við vini og kunningja sem þú sérð of sjaldan í persónu. Með tilkomu facebook hafa þó skapast ýmsar vandræðalegar aðstæður og facebook er að hafa æ meiri áhrif á sambönd, það eru mörg dæmi um rifrildi í samböndum vegna facebook og jafnvel sambandsslitum.

1. Relationship statusinn þinn. Að breyta honum of snemma
Með tilkomu facebook skapast til dæmis það vandamál, hvenær eigum við opinberlega að fara í samband? hvenær eigum við að tilkynna sambandið facebook vinum okkar? sumir breyta statusnum sínum strax eftir fyrstu deitin, sem gæti orðið vandræðalegt ef sambandið endist ekki. Ég held að það sé líklega öruggast að bíða í smá tíma því annars getur þú lent í þeirri gryfju að vera aðilinn sem er alltaf einn daginn “single” þann næsta “in a relationship” og svo daginn eftir “engaged” … það er ekki málið. Það er líka spurning hversu mikið við þurfum að tilkynna á facebook, við t.d. þurfum ekki að breyta sambandsstatus okkar úr sambandi í einhleyp eftir hvert rifrildi..

2.  Að breyta sambandsstatusnum þínum aldrei.
Þetta er auðvitað líka til í dæminu, að það skapist spenna af því deitið þitt vill ekki breyta sambandsstatus sínum á facebook. Sumir eru voðalega prívat manneskjur og finnst engum koma við þeirra einkalíf og alls ekki facebook vinum þeirra. Þetta gæti skapað leiðindi og spennu milli pars ef að annar aðilinn fer beint í það að breyta sambandsstatus en hinn bara hreinlega gerir það ekki.. aldrei. Prívat manneskjunni getur liðið illa að það sé verið að opinbera þeirra líf á facebook á meðan hinum aðilanum líður eins og maki sinn vilji ekki viðurkenna sig fyrir umheiminum

3.  Endalaus innlegg á vegginn hjá deitinu
Flestum finnst ekki alveg málið, eftir nokkur deit þegar deitið fer að pósta endalausum ástarjátningum á veggin hjá manni. Það getur komið út eins og þú sért ástsjúkur stalker & það er stimpill sem enginn vill á sig. Það getur vel verið að þið séuð að senda á milli ykkar sæt einkaskilaboð en það eru ekki allir sem vilja að allur umheimurinn (facebook) viti hvað ykkar fer á milli. Það verður auðvitað bara að vega og meta hverjar aðstæður fyrir sig, ef deitið þitt er að senda þér á móti sæta pósta gæti það verið í lagi, en það getur verið frekar vandræðalegt ef aðeins annar aðilinn gerir þetta stanslaust & það eftir nokkurra vikna samband!

4. Pósta vandræðalegum myndum af makanum 
Þetta getur augljóslega skapað vandræði og fílu..

5. Like-a myndir og statusa hjá fyrrverandi á facebook
Það getur verið algjör dealbreaker ef kærastinn er stanslaust like-andi myndir eða statusa hjá fyrrverandi. Með tilkomu facebook verður allt svona sýnilegra og auðveldara er að fylgjast með þessum hlutum, úps!

6. SPAM- a deitið þitt á facebook
Það er allt í lagi að like-a og commenta á fallegar myndir, en come on, þegar þú ert farinn að commenta og like-a kannski 40 myndir á innan við klukkutíma þarftu hjálp, það eru takmörk fyrir öllu og í þessum málum er klárlega ekki málið að fara yfir strikið og passa að það sé comment frá þér á gjörsamlega ÖLLU sem deitið hefur sett inn á facebook-ið sitt.

7. Poke-arar og sambönd.
Það getur verið vandræðalegt fyrir facebook poke-ara þegar poke-arinn finnur manneskju sem hann dettur í samband með. Af hverju er það vandræðalegt? kannski afþví líklega er poke-arinn búinn að pota í allar vinkonur kærustunnar og kunningja, systur, frænkur og jafnvel mömmu líka. Pældu í þessu áður en þú byrjar að pota í píur eins og óður maður.

SHARE