Josh Marshall á skilið medalíu fyrir að vera einn hugulsamasti faðir samfélagsmiðla í dag. Hann birti mynd á facebook síðu sinni af sér og syni sínum, sem hefur nýlega gengið í gegnum aðgerð á höfði vegna krabbameins og hefur myndin þotið um eins og eldur um sinu síðustu daga.

Það sem vakti einna mestu athygli var að faðirinn fékk sér húðflúr í stíl við það ör sem sonurinn hlaut eftir uppskurðinn.

Gabriel Marshall var greindur með heilaæxli í mars árið 2015, en til mikillar lukku náðist að koma í veg fyrir að verr færi og eru nú eftirmálarnir aðeins gríðarstórt ör á höfði drengsins.

Sjá einnig: Lítil stúlka með krabbamein syngur ,,Let It Go“

1425520_1122505901106640_2735900364052471963_n

Ég myndi vilja þakka öllum sem hjálpuðu mér að láta þetta gerast. Það er heiður að vera titlaður #BestBaldDad   2016 en sannleikurinn er sá að ég er engu betri en nokkur annar keppandi í þessari keppni. Við erum allir frábærir feður sem myndu ganga alla leið til að hjálpa börnunum sínum, svo í mínum augum erum við allir sigurvegarar.

13450310_1228338600523369_4539837977428515841_n

Sjá einnig: 4 ára syngur fyrir mömmu sína sem berst við krabbamein

SHARE