Alvöru konur koma í öllum stærðum og gerðum og hafa feministar tekið sig saman í herferð gegn Photoshop. LCKH8 stendur fyrir mótmælum gegn ójafnrétti og kynjamismunun og nú hefur Photoshop verið nefnt sem eitt af því sem stangast á við stefnu þeirra.
Konurnar eru á móti því að nota myndvinnsluforritið til þess að breyta útliti kvenna og segja að allar alvöru konur séu mismunandi og að það sé bara allt í lagi. Þær vilja að þeir sem noti slík forrit, hugsi sig tvisvar um.
Sjá einnig: Hvaða skoðun hefur þú á feminisma?
Sjá einnig: „Svona líta femínistar út“ – Algengt er að femínistar séu gagnrýndir fyrir útlit
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.