Ferðaðist til Íslands með pabba „heitinn“ á pappaspjaldi – Myndir

Hin 25 ára gamla Jinna Yang missti föður sinn fyrir tveimur árum en hann fékk krabbamein í maga. Hún var skiljanlega í molum eftir fráfall hans, en hún hugsaði með sér að það væri aldrei of seint að ferðast með pabba sínum. Hún planaði því stærsta ferðalag ævi sinnar og lét útbúa mynd af pabba sínum, í raunstærð, á pappaspjald sem hún ferðaðist með til staða í heiminum, sem hann hafði langað að sjá áður en hann dó.

loving-daughter3-550x366

„Fyrir utanaðkomandi aðila leit út fyrir að ég hefði allt sem ég þurfti,“ segir Jinna á blogginu sínu. „Það sem fólk sá ekki var að röð atburða í lífinu mínu, tóku toll af mér, líkamlega og andlega“

Jinna segist hafa verið komin á þann stað að hún sá engan tilgang með lífinu lengur: „Ég gaf drauma mína upp á bátinn, ég lokaði á þá sem ég elska og nána vini. Ég fór að missa hárið á ógnarhraða.“ Hún komst að því að það var að naga hana að faðir hennar hafði fórnað sínum draumum um ferðalög og golf til þess að sjá fyrir fjölskyldunni.

loving-daughter6-550x366

Tveimur árum eftir að pabbi hennar var komið nóg. Jinna vaknaði um morguninn og ákvað að allt þetta stress í  lífi hennar væri bara of mikið. Hún hætti í vinnunni, hætti í 5 ára löngu sambandi, sagði upp íbúðinni og seldi 80% af öllum fötunum sínum til að fá pening. Hún keypti miða til Íslands með pabba sinn á pappaspjaldi.

Pabbi hennar hafði verið greindur með krabbamein 51 árs og hafði fram að því unnið 12 tíma á dag, 6 daga vikunnar í fatahreinsun í Virginia. „Pabbi hafði aldrei tækifæri til að ferðast um heiminn. Hann fórnaði öllu sínu lífi fyrir aðra. Fyrir foreldra sína, börnin sín, konu sína og vini,“ segir Jinna.

loving-daughter8-550x366

„Þó hann sé ekki hérna með mér, holdi klæddur, er hann með mér í anda,“ segir Jinna en hún ferðaðist með „pabba sinn“ um alla Evrópu og lét mynda sig með honum á mörgum af merkustu stöðum álfunnar, þar með talið nokkrir fallegir staðir á Íslandi.

loving-daughter2-550x376

loving-daughter4-550x825

loving-daughter5-550x795

loving-daughter7-550x366

SHARE