Fyrst var þessi bók að hjálpa fólki í ástarlífinu en nú er hún víst farin að skemma samböndin. Í það minnsta segir breska eiginkonan það sem keypti bókina í þeirra trú að hún myndi krydda upp í ástarlífi hennar og eiginmanns hennar sem er í valdamikilli stöðu í bankakerfinu í Bretlandi.
Lögfræðingur konunnar, Amanda McAlister, útskýrði málið svona:

Henni fannst að kynlíf þeirra hjóna hefði verið í einhverri dýfu – hann mundi aldrei eftir Valentínusardegi og hrósaði henni aldrei fyrir útlitið hennar. Hún keypti kynæsandi nærföt til þess að vekja áhuga eiginmannsins og sagði við hann að þau skyldu gera þetta allt meira spennandi en það virkaði ekki heldur á manninn og hún fékk nóg. Eiginmaðurinn varð svo brjálaður þegar hann komst að því hvaða bók hún var að lesa og sagði við hana: „Þetta er allt út af þessari fjandans bók sem þú ert að lesa!“

 

Til allrar hamingju, fyrir alla hlutaðeigandi, viðurkenndi eiginmaðurinn að hann hafi verið ósanngjarn og fer því málið ekki fyrir rétt.

Lögfræðingurinn sagði líka þetta:

Það hefur margt breyst í kynhegðun fólks. Einu sinni var það þannig að karlmennirnir kvörtuðu yfir því að hlutirnir væru ekki nógu spennandi í svefnherberginu en nú virðist það vera orðið þannig að konurnar eru farnar að kalla mennina sína leiðinlega eftir að hafa lesið Fifty Shades bækurnar.

SHARE