Fjölskylda breytti heimilishundinum í mottu eftir að hann dó

Áströlsk fjölskylda ákvað að breyta gæludýrinu sínu, Golden retriever hundi í „minjagrip“ eftir að hundurinn dó. Sársaukinn við að missa gæludýr getur verið mjög mikill og eiga sumir til með að varðveita eitthvað sem tengist dýrinu. Hins vegar ákvað ein fjölskylda að taka þetta skrefinu lengra og láta „skinnfletta“ hundinn eftir að hann dó. Þetta var gert opinbert þegar uppstoppunarfyrirtækið í Melbourne, Chimera Taxidermy setti færlsu á Instagram: „Fallegur gamall Golden retriever sem varðveittur var sem skinn fyrir fjölskyldu sína. Loksins tilbúinn að halda heim á leið.”

Jafnvel þó að hægt sé að nota dýraskinnið sem mottur, sagði eigandi fyrirtækisins að best væri að geyma skinnið t.d. uppí hillu ásamt ösku dýrsins svo ekki þurfi að þrífa skinnið reglulega“. Athugasemdakerfið við Instagram-færslunni hafa eins og við máttu búast fengið misjöfn viðbrögð. Einn sagði: „Þetta er fallegt. En ég átti svo erfitt með það þegar ég missti hundin minn Hann dó fyrr á þessu ári en ég gæti ekki hugsað mér að sjá hana á hverjum degi svona.“

Annar sagði: „Mér þykir það leitt fyrir þeirra hönd að hafa misst hundinn sinn en myndi ekki geta geta þetta sjálfur. Svona lagað er örugglega ekki fyrir alla.”

„Svo sætt, aldrei séð gæludýr varðveitt svona,“ sagði sá þriðji. Einn notandi sagði: „Sá þetta á Facebook varð að koma hingað og segja ykkur hversu flott mér finnst þetta. „Fólk syrgir og varðveitir minningu gæludýra sinna á mismunandi hátt. Ég elska þetta.” Fimmti aðili sagði: „Ég veit ekki hvort ég myndi geta þetta eftir að gullið mitt deyr. Fallegt en ekki fyrir alla.”

SHARE