Við vitum hvernig heimurinn okkar getur verið en þessi ótrúlega saga á eftir að láta okkur hugsa tvisvar um hvernig hundar eru flestir innrættir.

Fólk getur verið grimmt og hefur það sýnt sig í því að þau skilja eftir hvolpa, kettlinga og önnur gæludýr eftir til að deyja á mismunandi stöðum. Manneskjur geta jafnvel verið það grimmar að skilja nýfædd börn sín eftir til þess að deyja og eins og hvert annað rusl.

Sjá einnig: Hundur breiðir yfir sofandi barn

Þessi flækingshudur var að gramsa eftir mat í rusli, en stað þess að finna mat, fann hann nýfætt barn. Þrátt fyrir að vera í fæðuleit og eflaust banhungraður, ákvað hann að taka barnið í kjaftinn og koma því á öruggan stað, í stað þess að éta það. Barnið var einungis nokkurra klukkustunda gamalt og var enn með naflastrenginn fastan á sér.

Hundurinn fór með barnið varlega í kjaftinum að næsta húsi, lagði það gætilega fyrir framan dyrnar og gelti hátt, til þess að ná athygli íbúanna.

Fólkið flýtti sér að dyrunum til að athuga hvað væri að gerast fyrir utan dyrnar hjá þeim. Þeim til mikillar undrunar blasti þessi sjón við þeim og tóku þau barnið upp og fóru með það á sjúkrahús í skyndi.

Sjá einnig: Heimilislaus hundur fékk nýtt líf – ótrúleg hjartnæm saga

 

12189907_1159539434060966_5922559411802304924_n

Ótrúlegt: Í stað þess að leggja barnið sér til munns, bjargaði hann því.

12190127_1159539430727633_7186093956072316176_n

Hundurinn tók barnið varlega upp í kjaftinn og bar það að næsta húsi.

Sjá einnig: Ofþjálfaður björgunarhundur „bjargar“ barni (pínir barn á land)

dog-save-new-born

 

 

SHARE