Fólk sem stundar BDSM kynlíf gæti verið heilbrigðara en fólk sem stundar hefðbundnara kynlíf, samkvæmt nýrri rannsókn. Vísindamenn sem stóðu að rannsókninni fundu út að fólk sem stundar BDSM kynlíf – bindingar, sadisma, dómínerandi og masókisma – Komu betur út á sálfræðiprófi en þeir sem stunduðu ekki afbrigðilegt kynlíf.
Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu “The journal of sexual medicine” í maí, rannsakaði 902 einstaklinga sem stunduðu BDSM kynlíf og 434 einstaklinga sem gerðu það ekki. Hver manneskja fyllti út spurningalista sem viðkom persónuleika þeirra, heilsu, viðbrögð við höfnun og náin samskipti þeirra. Fókið sem tók þátt vissi ekki hvað verið var að rannsaka.
Þrátt fyrir orðróma um að BDSM kynlíf og einstaklingar sem stunda það gætu hafa lent í misnotkun, nauðgun eða haft geðraskanir, hafa rannsóknir sýnt fram á að svo er ekki raunin. Þessi tiltekna rannsókn leiddi það í ljós að fólk sem stundaði BDSM kynlíf stóð sig betur á mörgum sviðum í sálfræðimati. BDSM elskendurnir voru minna æstir, opnari, öruggar í ástarsamböndum sínum og leið almennt betur.
Andreas Wismeijer, sálfræðingur við Háskólann í Hollandi segir að fólk sem stundar BDSM gæti hafa staðið sig betur á þessum prófum vegna þess að þeir eru oft á tíðum í meiri tengslum við hvað þeir vilja í kynlífi eða vegna þess að þau hafa unnið mikið í sjálfum sér til að sætta sig við og lifa með kynferðislegum þörfum sínum, sem eru út fyrir ramman og út fyrir það sem margir telja eðlilegt í okkar samfélagi. Þeirra kynlífsþrár eru kannski ekki “normið”
Fetish samtök hafa árum saman barist fyrir því að afbrigðilegt kynlíf sé allt í lagi og sé skaðlaust og ætti ekki að setja í hóp með geðröskunum. Þessi rannsókn gæti hjálpað málstað þeirra.