Fór í fangelsi fyrir að reyna að hjálpa dóttur sinni

Þetta er Adam Koessler ásamt dóttur sinni Rumer Rose sem er 2 og hálfs árs og þau búa í Ástralíu.  Veröld þeirra fór á hvolf fyrir jól 2014 þegar það kom í ljós að Rumer litla er með alvarlegt krabbamein. Adam hætti í vinnunni sinni til að fara með Rumer og móður hennar til Brisbane.

Screen Shot 2015-01-26 at 11.29.46 AM

 

Litla stúlkan er með 11 sentimetra æxli sem þrýstir á líffæri hennar og er vafið kringum mænu hennar og er hún nú í 12 mánaða lyfjameðferð. Það eru 50% líkur á því að litla Rumer muni lifa þetta allt saman af og pabbi hennar og mamma hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að auka þessar líkur.

„Efitr miklar rannsóknir og ráðgjöf ákváðum við að prófa að gefa Rumer kannabisolíu. Árangurinn var með ólíkindum,“ segir Adam á styrktarsíðunni þeirra.Screen Shot 2015-01-26 at 11.29.35 AM

„Litli líkaminn hennar lifnaði við aftur og hún sagði við pabba sinn: „Pabbi mallinn er ekki aumur“. Hún getur borðað eins og hestur og fengið aukna orku. Hún vildi fara út að leika í stað þess að liggja bara og húðlitur hennar varð eðlilegur og hún fékk aftur blik í augun,“ segir Adam. Hann segir að þau foreldrar hennar hafi bara horft hvort á annað með mikilli undrun en þau hafi jafnframt orðið viss um það, á þessu augnabliki, að það væri möguleiki á lækningu.

 

Adam var svo handtekinn 2. janúar síðastliðinn og kærður fyrir að gefa barni, yngra en 16 ára, ólögleg lyf. Honum var sleppt gegn tryggingu og má ekki hafa nein bein samskipti við Rumer né móður hennar. Lögfræðingar hans vinna nú að því hörðum höndum að létta þessum hömlum en Adam og Rumer eru mjög náin og telur Adam að þessi aðskilnaður geti haft slæm áhrif á bata litlu stúlkunnar.

Í gang fór undirskrifasöfnun fyrir Adam og söfnuðust næstum 140 þúsund undirskriftir, þar sem skorað var á yfirvöld að aflétta þessu banni svo Adam gæti verið með Rumer.

Screen Shot 2015-01-26 at 11.29.25 AM

 

 

Þrátt fyrir þetta bann þá kom Adam á spítalann í seinustu viku til að heimsækja Rumer. Hringt var á lögregluna sem neitaði að skipta sér af og leyfðu þeir Adam að vera hjá dóttur sinni.

 

 

SHARE