Þar sem sumarið er komið fannst okkur tilvalið að deila með ykkur uppskrift að hinum fullkomna ferska sumardrykk. 

Fresita Sangrían er ljúffeng rauðvínssangría með léttfreyðandi jarðberjakeim og hún er tilvalin í grillveisluna, sumarpartýið eða bara á pallinn.

Fresita sangría Tapasbarins

200 ml rauðvín
250 ml appelsínusafi
200 ml Fresita
6 cl sangríumix
klaki
Sprite

Mælieiningarnar  í þessari uppskrift eru langt frá því að vera heilagar! Þegar þið gerið ykkar eigin sangríu er gott að styðjast við þessar tölur, en hafið í huga að þið getið bætt við hráefnum að vild út í hana. Appelsínur, lime, sítrónur, epli og blóðgreip henta mjög vel út í sangríu.

Í sangríu er gott að velja gott crianza-rauðvín sem er ungt og lítið eikað. Blandið öllu saman. Hægt er að blanda sangríuna dag- inn áður og geyma hana í kæli, en bæta þó ekki gosinu og klökunum út í blönduna fyrr en rétt áður en hún er borin fram.

Ef þið viljið sterkara bragð, notið þá einfaldlega meira af sangríu- mixinu. Njótið vel.

Sangríumix Tapasbarsins

6 cl Finlandia Vodka
3 cl Triple Sec
3 cl Peachtree-líkjör
3 cl jarðarberjalíkjör
3 cl eplalíkjör, grænn
9 cl Grenadine-síróp

Blandið öllu saman. Þessi uppskrift dugar í 3–4 sangríur – gerir maður einhverntímann bara eina?

Svo er auðvitað alltaf hægt að sleppa því að búa hana til heima og skella sér á Tapasbarinn og fá sér glas eða jafnvel bara könnu.

Sangria_Fresita_juni2014_Facebook-10[1]

SHARE