Fyllt kjúklingabringa umvafin beikoni

Fyllt kjúklingabringa umvafin beikoni, tvistuð upp með hlynsyrópi. Það sem henni dettur í hug hjá Matarlyst. Endilega kíkið inná facebooksíðu hennar like-ið.

Fylltar kjúklingabringur með skinku, pepperoni, sveppum og osti, vafin með beikoni sem ég tvista upp með hlynsýrópi er máltíð sem þú mátt til með að prufa…

Hráefni fer eftir fjölda þeirra sem er í mat.

Hér er uppskrift sem miðast við 4 bringur.

4 kjúklingabringur

4 skinkusneiðar

12 pepperoni sneiðar

2 sveppir ca

8 sneiðar ostur t.d chedder ostur eða dass af rifnum osti.

ca 16 sneiðar beikon

svartur pipar

hlynsýróp dass

Aðferð

Skerið vasa í bringuna (eftir endilángri bringunni) kryddið með svörtum pipar. Leggið skinku, pepperoni, sveppi og ost inn í bringuna, vefjið bringuna þétt með beikini.

Setjið dass ca 1 dl af hlynsýrói í skál. Penslið bringurnar með hlynsýrópi af og til á meðan þær eru á grillinu

Hitið grillið. Grillið hverja og eina bringu í u.þ.b 7 mín á hverri hlið, fer eftir stærð bringu og þar til kjarnhiti nær 70 gráðum.

Ég ber þær fram með kaldri hvítlsukssósu, góðu salati, grilluðum eða frönskum kartöflum nú eða bara hverju sem hugurinn girnist hverju sinni.

SHARE