Galdurinn við kókósolíu!

Hvað er svona merkilegt við kókoshnetur?!

Hvað gera kókoshnetur manni gott? Þær eru til ýmissa hluta nytsamlegar- maður fær kókosmjólk úr þeim, maður getur drukkið sumardrykki t.d.  piña colada úr skelinn og þær gagnast okkur í ýmislegt fleira. En þetta er ekki allt. Kókosolía hefur mjög góð áhrif á líkmann útvortis og allir ættu að hafa ráð á henni. 

Við erum ekki einungis að leita eftir fegurð, löngunin er í heilsusamlega fegurð. Margvísleg efni sem eru í kókosolíunni eru alveg sérstök og góð fyrir líkamann. Líklega langar fólk að vita hvað er svona merkilegt við kókosolíuna og hvernig best væri að nota hana. Við skulum líta nánar á þessa olíu og athuga hvernig má nota hana daglega.

Hárið

Í kókosolíu er mjög mikið af lárin fitusýru, sem styrkir líkamann gegn vírusum og bakteríum. Mjög gott er að hreinsa húðina með þessari olíu, hún eyðir skaðlegum bakteríum sem eru á húðinni og leysir upp óhreinindin í hársverðinum.

Lárin sýran gengur auðveldlega í samband við prótínin í hárinu og styrkir hársekkinn sem aftur á móti gefur hárinu hraustlegt yfirbragð.

Andlitið

Húðin í andlitinu er mjög viðkvæm og fær stöðugt áreiti frá umhverfinu svo að húðin lætur á sjá. En þarna getur kókosolía komið til hjálpar. Í henni er andoxunarefni og A og C vítamín og þess vegna „gerir hún við“ húðina um leið og hún nærir hana.   

Berðu kókosolíu á hrukkur sem eru komnar eða eru að myndast og notaðu hana sem rakagjafa. Eins og áður hefur komið fram vinnur kókosolía á bakteríum og er frábær til að hreinsa óhreinindi og farða af húðinni.

Húðin

Kókosolía fer mjög vel með húð okkar og er  margvíslegur ávinningur af henni. Við vitum þegar að hún veitir húðinni mikinn raka og því er ráðlagt að núa henni inn í húðina.  Ef þú blandar svolitlu sjávarsalti saman við hana ertu komin með hið besta hreinsiefni fyrir húðina. Þá er líka mjög gott að hella dálítilli kókosolíu út í baðvatnið.

Og ekki má gleyma fótunum. Fáðu þér fótabað, volgt vatn og kókosolíu. Það er ekki nóg með að olían vinni gegn vírusum og bakeríum, hún vinnur líka gegn fótasveppi, fer á milli tánna og undir neglurnar!

Líkaminn

Nú er sumarið að koma og allar langar okkur að líkaminn líti sem best út í sundinu. Málið er að til þess að við getum litið vel út að utan þurfum við að hafa innviðina í lagi. Kókosolía býr yfir sérstökum eiginleikum sem eru þeir að líkaminn vinnur auðveldlega úr henni. Fitan safnast ekki fyrir í og á líkama þínum heldur umbreytist hún strax í orku. Af þessum ástæðum ætti fólk að nota kókosolíu í matreiðsluna auk þess sem hún þolir háan hita betur en nokkur önnur fita. Hefurðu áhyggjur af bragðinu af kókosolíu? Þú getur bara fengið þér bragðlausa olíu.

Hvar kaupir maður svo þetta undraefni? 

 

Farðu  inn í næstu matvöruverlsun og athugaðu hvort þú finnur ekki  kókosolíu þar. En þú þarft að athuga að kaupa hreina kókosolíu. Það er ekki nóg að olían heiti kókosolía, hún verður að vera ósvikin kókosolía.  Solla á Grænum kosti er til að mynda með góða olíu, svo eru allskyns olíur sem þú getur notað á líkama þinn og þær er hægt að fá í apótekum, snyrtivöruverslunum og jafnvel bara út í matvöruverslun, þú getur alveg notað olíuna sem þú notaðir í matinn á líkamann!

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here