Geta börn vaxið upp úr einhverfu?

Bandaríkskir fræðimenn segja að sum börn sem voru réttilega  greind  einhverf þegar þau voru á ungaaldri hafi losnað við einkennin og greininguna  þegar þau stækkuðu.  

Heilbrigðisstofnunin  rannsakaði 112 börn og niðurstöðurnar urðu til þess að nú draga menn í efa þá viðteknu skoðun að fólk sem á annað borð er einhverft losni aldrei við einhverfuna.

Tímaritið Child Psychology and Psychiatry telur að ef til vill vaxi sum börn upp úr einhverfu en það sé ekki sannað – og hvetja til þess að menn séu varkárir í yfirlýsingum. Þörf sé á miklu meiri rannsóknum til að útskýra hvað hér sé á ferðinni.

Dr. Deborah Fein og samstarfsmenn hennar við háskólann í Connecticut  fylgdust með 34 börnum sem öll höfðu verið geins með einhverfu á unga aldri en skáru sig ekki úr hópi jafnaldra þegar þau voru komin í barnaskóla.

„Þó að greining á  einhverfu gufi venjulega ekki upp með tímanum benda þessar niðurstöður til þess að ýmislegt getur gerst” ( Dr. Thomas, stjórnandi Geðheilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna.) 

 

Ekki var hægt að sjá nokkurn mun á frammistöðu þeirra á prófum né heldur umsögnum um þessi börn, þau féllu á allan hátt inn í hópinn. Þau áttu ekki í vandræðum með mál, samræður og félagsfærnin var eðlileg.

Til samanburðar athuguðu rannsakendur líka 44 börn á sama aldri og fyrri hópurinn var, skipting í drengi og stúlkur var sú sama og þau töluðu ekki og voru greind sem ágætlega hæf einhverf börn. Þessi greining fól það í sér að ástand þeirra væri ekki mjög hamlandi.

Það kom í ljós að börnin sem voru best á sig komin- þau sem sýndu ekki lengur nein merki einhverfu sýndu minni einkenni samskiptavanda þegar þau voru fyrst greind en hin börnin sem voru greind ágætlega hæf.  Hæfu börnin sýndu hins vegar ýmis önnur einkenni einhverfu svo sem endurteknar hreyfingar (kæki) og áttu í efiðleikum með  að tala. Rannsakendur athuguðu hvort upprunaleg greining hefði verið ónákvæm en svo reyndist ekki vera.

 

Merkimið fyrir lífstíð

Rannsakendur segja að ýmsar skýringar geti verið á niðurstöðum þeirra.

Vel getur verið að sum börn hreinlega vaxi upp úr ástandinu eða læri að fást við vanda sem fylgir því að vera einhverfur.

 

Einhverfa 

  • Fólk með eihverfu á venjulega í erfiðleikum með samskipti og frumkvæði.
  • Þetta ástand hefur margar hliðar og með því er átt við ástandið hefur mismunandi áhrif þó að vissir erfiðleikar herji á alla. There are over
  • Í Stóra – Bretlandi eru um hálf milljón manna með einhvefu, þ.e. einn af hverjum 100.
  • Við þessu er engin kunn lækning en ýmis inngrip eru í boði.

( úr gögnum frá Heilbrigðisstofnun Bretlands)

“Áframhaldandi skýrslur um rannsóknina ættu að segja okkur meira um eðli og einkenni einhverfu og hvaða hlutverki endurhæfing /þjálfun gegnir til langs tíma litið”

Það er vel líklegt að einhverfa sé ekki alltaf rétt skilgreind eða greind þar eð hún hefur mismunandi áhrif á fólk.

Satt að segja  greinir sérfræðingana á um hvað einhverfa muni vera og verið er að endurskoða  skilgreiningar  einhverfu í kennslubókum í læknisfræði.

 

Einhverft fólk í góðu ásigkomulagi getur með mikilli þjálfun og stuðningi lært hegðun

og aðferðir sem breiða yfir raunverulegt ástand þess.   (Dr Judith Gould, Félag einvherfra í Bretlandi)

Í stað þess að nota öll þessi orð um einhverfu heilkennið  eins og Asperger og fleiri lýsingar sem

segja fólki ekki mikið verður ein greining  „á einhverfu rófi“

Einkum verður horft til tveggja meginþátta varðandi fötlunina sem eru samskiptafærni og síendurtekin hegðun.

“Einhverfa er fötlun sem varir alla ævi og hefur áhrif á hvernig fólk tjáir sig og á samskipti við aðra.

Fáir einstaklingar voru rannsakaðir og við hvetjum fólk til að draga engar ályktanir af þessu, hvorki um hið

flókna eðli  einhverfunnar né hve lengi hún varir. ” ( Dr Judith Gould )

Læknirinn bætti við að greining væri nauðsynleg  bæði fyrir einhverfu börnin og foreldra þeirra. Greiningin hjálpar foreldrum oft að skilja börnin og vanda þeirra betur, styrkir þau í að styðja við börn sín á leið til þroska og betra lífs.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here