Getur það að fasta reglulega hjálpað þér að lifa lengur?

Hér birtum við útdrátt og þýðingu af grein sem okkur fannst áhugaverð.

Matarkúrinn 5:2 er byggður á hugmyndum Dr. Michael Mosly  sem er læknir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður á sjónvarpi.

 

Getur hann hjálpað þér til að léttast og lifa lengur?

Markmiðið
Ég setti mér það markmið að finna aðferð til að lifa lengur, vera áfram ungur og að léttast.

 

Upplýsingar frá sérfæðingum og tilraunir.

Ég var ekki tilbúinn  að breyta daglegu lífi mínu mikið og vildi fá að borða minn mat áfram! Þegar ég var búinn að tala við nokkra sérfræðinga  prófaði ég umdeildan matarkúr sem rengir viðtekin viðhorf um hvernig og hvenær við ættum að borða. Þetta er kallað „fasta með hléum“. Ef maður er á þessum kúr dregur maður verulega úr magninu sem maður borðar. Ég hef aldrei farið á einhverja „mega“ matarkúra.  Veruleikinn er sá að fólki sem sleppir úr máltíðum hættir til að borða fituríka millibita þegar það verður svangt en þeir sem fara í ofsamegrunarkúra grennast hratt en það sem þeir missa er aðallega vatn, svolítið af fitu og vöðvum. Þegar svo þetta fólk  gefst upp, eins og það yfirleitt gerir, hleður það aftur á sig kílóum sem er aðallega fita. Þetta er ekki gott fyrir nokkurn mann. Mig langaði  að vita meira um hvað málið snérist. Ég hóf rannsóknir mínar á fólki sem hljóp  Maraþon í London. Umrætt ár hlupu meira en 7000 manns yfir 50 ára  og 7 sem voru orðnir áttræðir. Sá sem samt hafði mest áhrif á mig  var Fauja Sengh sem líka er þekktur undir nafninu Hvirfilbylurinn með túrbaninn. Hann er 101 árs gamall, elsti Maraþonhlaupari í heimi.

Hvað  borðar Fauja Seng?

Fauja er dálítið dularfullur. Hann hagar sér ekki eins og venjulegur Maraþonhlaupari. Hann borðar bara grænmeti svo hann fær ekki prótein eins og fisk eða kjöt sem myndu gefa honum prótein sem byggja upp vöðvana. Hann borðar yfirleitt það sama alla daga, aðallega lentilbaunir og grænmeti sem er kryddað með engifer, dökkt brauð, ávexti og jógúrt. Hann borðar mjög lítið sem útskýrir líka þyngdina. Hann er 1,73 m. á hæð og vegur 53 kg.   Mér líður vel af því að ég stjórna því sem ég borða. Það er rétt hjá Fauja að ef maður borðar hitaeiningasnauðan mat og ekki mikið af honum lengir maður líf sitt og er hraustari. Vísindamenn hafa vitað það frá því á fjórða áratugnum að ein besta aðferð til að lengja líf sitt sé að borða næringarríkan en  frekar hitaeiningasnauðan mat. Mýs sem borða þannig mat lifa nærri því helmingi lengur en aðrar mýs.

Vandi minn er að ég get ekki alveg séð fyrir mér að ég geti lifað á hitaeiningasnauðum mat það sem eftir er ævinnar.

 

Fasta með hléum – IGF-1hormónið

Sem betur fer er til valkostur sem virðist bjóða upp á sömu gæðin og það er „fasta með hléum“. Prófessor Walter Longwood er vísindamaður sem hefur verið að rannsaka föstu  og langlífi í mörg ár.  Þegar ég átti fund með honum sýndi hann  mér ótrúlega flotta litla mús sem hafði verið breytt erfðafræðilega svo hún gæti lifað lengur. ,,Þessi mús er dvergmús ” sagði hann stoltur. ,,Þessar mýs geyma forritið um langlífi  spendýra. Lífshlaup venjulega músa er u.þ.b. 2 ár en þessar mýs geta lifað allt upp í 5 ár”. Músin sem ég var að horfa á var jafnaldri 80 ára manneskju. Eins og aðrir ættingjar þessarar músar sem hafði verið átt við erfðafræðilega ætti hún að geta lifað sem samsvarar 120 og jafnvel 180 árum! Þessar dvergmýs eru yfirleitt ónæmar fyrir hjartasjúkdómum og krabbameinum og þegar þær deyja er það venjulega af náttúrulegum ástæðum.   Hjartað hættir bara að slá. Einn af hlekkjunum milli föstu og langlífis virðist vera hormón sem er kallað vaxtarhormón 1 (IGF-1). Prófessor Longo útskýrði að IGF-1 og önnur vaxtarhormón halda frumuvirkni okkar stöðugri.  Maður þarf nógu mikið af IGF-1 og öðrum vaxtarhormónum þegar maður er að vaxa. Mikið magn af þeim síðar á ævinni virðist valda hröðun öldrunar. Sönnunin á þessu sést ekki aðeins hjá dýrum eins og þessum músum sem eru líffræðilega breyttar þannig að þær svara ekki IGF-1 hormóninu heldur líka frá mannfólkinu. Prófessor Longo hefur verið að rannsaka fólk í Equator sem er með erfðafræðilegan galla sem er kallaður Laron-heilkennið. Hann er mjög sjaldgæfur, vitað er um færri en 350 manns í öllum heiminum sem eru með þetta heilkenni. Eins og mýsnar svarar fólkið með Laron heilkenninu ekki IGF-1hormóninu. Það er lágvaxið, yfirleitt lægra en 120 cm. með mjög áberandi enni og vanþróaða kjálka. Það vekur enn meiri furðu að það virðist ónæmt fyrir krabbameini. Það er ekki eitt einasta dæmi um það að nokkurt þeirra hafi dáið af krabbameini en ættmenn á sömu heimilum, á sama aldri, fá krabbamein eins og allir aðrir. Það lifir lengi en ólíkt og er með mýsnar ekki sérstaklega lengi. Prófessor Longo álítur að þetta sé af því að þetta fólk hefur komist að því að það hefur mótstöðu gegn krabbameini og sykursýki og það hugsar ekki mikið um mataræðið. Það reykir og borðar hitaeiningaríkan mat og segir mér að það skipti engu máli, þau séu ónæm. Ég held að það vilji frekar lifa 85 ár og gera það sem það vill frekar  en 100 ár og þurfa að láta eitthvað á móti sér!

Ef maður fastar lækkar IGF-1 gildið og það virðist líka vera að það veki ýmis gen sem gera við DNA-keðjurnar. Ástæðan virðist vera sú að þegar við höfum ekki mat breytist líkaminn frá ,,vexti” yfir í ,,viðgerðir”.

 

Föstusaga Dr. Mosly

Longo benti mér á að fastan væri ekki fyrir þá sem eru lasnir og það sé öruggast að stunda hana undir eftirliti. Blóðþrýstingurinn lækkar, sykurinn í blóðinu lækkar og brennslan breytist, sagði hann.  Ég hóf föstu mína mánudagskvöldi eftir að ég var búinn að borða kvöldmatinn sem var steik, og lauk henni þegar búið var að taka blóðprufur úr mér á föstudeginum. Meðan á þessu stóð drakk ég svart kaffi, mikið vatn, en borðaði ekkert. Áður en ég gerði þetta var ég viss um að ég myndi verða svengri með hverjum degi sem liði og það myndi stöðugt versna þar til ég gæfist upp og réðist inn í næsta bakarí. En ég komst að því að eftir fyrstu 24 tímana dró úr vanlíðan minni. Ég hafði hungurverki en þeir liðu hjá. Eftir föstudagsmorgun lét ég athuga mig aftur og komst að því að ég hafði lést um 1 kg af fitu, blóðsykursgildið hafði lækkað mjög og IGF-1 gildi mitt sem var alveg í efstu hæðum hafði minnkað um helming. Efnaskipti líkamans höfðu lagast og ég komst að því að ég þoldi hungur betur en ég hafði haldið.

Prófessor Longo sagði mér að ég yrði að breyta mataræði mínu ef ég ætlaði að ná áfram svona góðum árangri. Samkvæmt kenningum hans borða ég eins og margir vesturlandabúar of mikið prótein og það heldur IGF-1 gildunum háum. Matur eins og kjöt og fiskur eru mjög próteinrík en mjólk er það líka. Undanrennu Latté sem ég drekk flesta morgna er með u.þ.b. 12 grömmum af próteinum. Það er mælt með u.þ.b. 55 grömmum af próteinum á dag sem er frekar lítið.

Ég var alveg tilbúinn að hætta að drekka Latté en lengra var ég ekki tilbúinn að ganga. Næsti vísindamaður sem ég talaði við var Doktor Krista Varadi í háskólanum í Chigaco.   Hún sagði mér frá matarkúr sem hún var að prófa á sjálfboðaliðum. Hann er kallaður „fasta á mismunandi dögum“ og er  mjög einfaldur. Einn daginn borðar maður  hvað sem mann langar í, næsta dag er fastð. Að fasta á þennan hátt er ekki eins róttækt eins og að fasta eins og ég prófaði undir handleiðslu prófessors Longo. Á föstudögum hjá doktor Varadi  borða karlar 600 hitaeiningar á dag  en konur  500. Það sem kom mér á óvart var að á ,,matardögunum” mátti ég borða hvað sem ég vildi. Tilraun doktor Varadis er lokið og verður gefin út skýrsla í næsta mánuði um niðurstöður tveggja hópa sem reyndu þessa aðferð í 10 vikur. Annar hópurinn borðaði mat sem var fitusnauður á matardögunum en hinn borðaði lasagna, pizzur, dæmigerðan amerískan fituríkan mat. Niðurstöðurnar voru óvæntar. Þegar fólkið ákvað að taka þátt í tilrauninni voru þeir sem voru settir í „fituríka hópinn“ ekki ánægðir af því að þeir héldu  að þeir myndu ekki léttast eins mikið og þeir sem fengu „fitusnauða matinn“. Það var þó ekki svo. Fólkið sem var á fituríka matnum léttist alveg jafn mikið og þeir sem voru á fitusnauða matnum. Kólestorólið  í blóðinu og blóðþrýstingur löguðust álíka mikið hjá báðum hópum.  Doktor Varadi er nú með rannsókn sem mun taka ár til þess að reyna að meta áhrifin af þessari föstuaðferð á þyngdartap og heilsu. Hún er spennt að vita hvað sjálfboðarliðar hennar léttast og hvað mörg þeirra verða enn á þessum matarkúr eftir ár.

Ég hugsaði um það lengi og mikið hvort ég ætti að prófa þessa aðferð en ákvað að hún væri of erfitt og myndi trufla félagslíf mitt. Í stað þess ákvað ég afbrigði sem var ekki eins dramatískt sem ég kalla 5:2 (fimm á móti tveimur). Með þessari aðferð

borðar maður það sem maður vill fimm daga vikunnar, tvisvar í viku borðar maður bara 600 hitaeiningar.

Það hafa ekki verið gerðar margar tilraunir á fólki með þennan 5:2  matarkúr svo það veit enginn hvort það er betra að borða 600 hitaeiningarnar í einni máltíð eða dreifa þeim yfir daginn. Ég ákvað að reyna mismunandi aðferðir og sjá hvað myndi ganga best hjá mér. Ég reyndi að sleppa morgunverði og hádegismat og borða 600 hitaeiningar í kvöldmat. Vandamálið er að mér finnst vont að byrja daginn svangur. Þá reyndi ég að borða stærri morgunmat og ekkert annað. Ég var mjög pirraður á kvöldin. Að lokum skipti ég þessu, 300 hitaeiningar í morgunmat og 300 í kvöldmat. Venjulegur morgunmatur eru 2 hrærð egg og sneið af svínakjöti með miklu vatni, grænu te og svörtu kaffi sem átti að  endast mér yfir daginn. Um kvöldið fæ ég mér eitthvað eins og grillaðan fisk og mikið af grænmeti. Það er mjög athyglisvert hvað það eru fáar hitaeiningar í grænmeti og þegar maður er svangur er það alveg ótrúlega gott.    Ég er búinn að gera þetta í tvo mánuði og það gengur orðið vel. Það er gott að vita að þá daga sem maður borðar mat með fáum hitaeiningum veit maður að næsta dag borðar maður hvað sem mann langar í en það merkilega er að það gerir maður ekki. Doktor Varadi sagði að hópurinn sem hún var með hélt að fólk myndi troða sig út á matardögunum en flestir eru ánægðir með að borða eins og venjulegan. Sex  vikum eftir að ég hafði byrjað á 5:2 matarkúrnum  fékk ég góða læknisskoðun. Það var mjög athyglisvert hvað kom út úr henni. Ég var búinn að léttast um 10 kg. Blóðsykurinn sem var kominn að mörkum þess að ég væri með sykursýki var orðinn eðlilegur og kólesterolgildin sem voru orðin það há að ég þurfti  lyf voru komin niður á heilsusamlegan stað. Ég var búinn að skipta út Latté fyrir Expresso-kaffi og  minnkaði próteinin og  IGF-1 gildi mín voru lág. Ég leit betur út og mér leið betur. Ég borða ennþá stundum hamborgara, kex og kökur en á föstu dögunum mínum borða ég hollan mat. Fasta með hléum er ekki eitthvað sem margir læknar mæla með af því að ennþá lítið af upplýsingum um áhrifin til langframa úr rannsóknum á fólki þótt það sé mikið af upplýsingum um áhrifin á  dýr. Þetta hentar ekki öllum og það er heldur ekki öruggt fyrir alla.

Þetta hentaði mér og ég ætla að halda áfram.

Eða – við sjáum til !
Grein eftir Michael Mosly.
Heimilidir: telegraph.co.uk
 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here