Gómsæt & græn pizza

Þessi ljúffenga pizza er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Pizzan er stútfull af næringu og gefur hefðbundnu hveitibombunni ekkert eftir. Ég mæli eindregið með þessari fyrir næstu pizzaveislu.

Sjá einnig: Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi

pizza, heilsa, spínatBotn

50 gr brokkolí
150 gr blómkál
30 gr spínat
100 gr gróft spelt
1/2 tsk salt
1 og 1/2 tsk lyftiduft
1 msk olía
80-90 ml heitt vatn

 • Hakkið brokkolí og blómkál í matvinnsluvél og hitið í örbylgjuofni í 3 mínútur.
 • Hakkið spínat í matvinnsluvél og blandið saman í skál ásamt brokkolíi, blómkáli og þurrefnum.
 • Bætið olíu og heitu vatni saman við og hrærið öllu vel saman.
 • Sáldrið smá spelti á borðið og hnoðið saman við deigið.
 • Setjið deigið á bökunarpappírsörk, fletjið út og forbakið pizzabotninn við 200° í 10-15 mínútur.
  Ég hafði deigið svolítið blautt og klístrað svo það yrði ekki þurrt. Til að fletja út svona klístrað deig legg ég aðra bökunarpappírsörk ofan á það áður en ég byrja að fletja út með kökukefli.

Álegg

2-3 msk tómatpúrra
2-3 msk pizzasósa
200 gr rifinn ostur
10 sneiðar reykt silkiskorin skinka
svartur pipar
pizzakrydd
parmesanduft
spínat

 • Smyrjið tómatpúrru jafnt á pizzabotninn og þekið tómatpúrruna með pizzasósu.
 • Stráið rifnum osti yfir pizzuna, skerið reykta skinku í strimla og dreifið yfir ostinn.
 • Pressið hvítlauk og sáldrið yfir pizzuna ásamt svörtum pipar, pizzakryddi og parmesandufti.
 • Bakið pizzuna við 200° í 15-20 mínútur. Dreifið yfir hana spínatblöðum áður en hún er borin fram.

Sjá einnig: Föstudagspizza með heimagerðri kasjúhnetusósu – Uppskrift

SHARE