Graskerssúpa

Þessi uppskrift er fyrir 6 manns og er af síðu Heilsustofnunar og birt með góðfúslegu leyfi þeirra.

2 msk. Grænmetisolía
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
700 g af skrældu graskeri, skorið í ca. 3 cm bita
500 g skrældar kartöflur í sneiðum
600 ml grænmetissoð eða vatn
400 ml kókosmjólk (1 dós)
1 tsk cumminfræ
2 tsk safi úr lime
sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar eftir smekk
Aðferð: Brúnið lauk, hvítlauk og cumminfræ í olíunni við meðalháan hita í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn er orðinn gullbrúnn. Bætið út í graskeri, kartöflum, soði og kókosmjólk. Sjóðið við vægan hita í um það bil 20 mínútur eða þar til grænmetið er meyrt. Maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið út í limesafa og kryddið til. Borið fram með grófu brauði og fersku salati.

SHARE