Gulrótarsalat

Þetta geggjaða salat kemur frá allskonar.is/

Uppskrift:

 • 750gr gulrætur
 • 4 msk ólífuolía
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 3 hvítlaukrif, marin
 • 1 rautt eða grænt chili, fræhreinsað og fínsaxað
 • 1 vorlaukur fínsaxaður
 • 1/2 tsk kóríander, malaður
 • 1/2 tsk kanill, malaður
 • 1 tsk paprikuduft
 • 1 tsk cumin, malað
 • 1 msk eplaedik
 • 1 msk hunang
 • börkur af 1 sítrónu
 • 1 dl grísk jógúrt eða sýrður rjómi
 • handfylli söxuð steinselja
 • 2-3 fíkjur eða döðlur

Undirbúningur: 10 mínútur

Eldunartími: 25 mínútur

Skerðu gulræturnar í bita eða sneiðar, um 1 cm á þykkt. Settu í pott með söltuðu vatni og láttu sjóða í um 8 mínútur eða þar til þær fara að mýkjast en eru samt enþá örlítið stökkar. Helltu vatninu af og leggðu til hliðar.

Hitaðu olíuna í stórri pönnu á meðalhita og steiktu laukinn í 8-10 mínútur, eða þar til hann fer að brúnast. Bættu nú við gulrótunum og öllum innihaldsefnunum nema jógúrtinni/sýrða rjómanum. Veltu öllu vel í pönnunni til að blandist vel saman. Taktu af hitanum og láttu kólna smávegis. Settu í stóra skál, hrærðu jógúrtinni saman við og smakkaðu til með salti og nýmöluðum svörtum pipar.
Stráðu steinseljunni yfir og þunnt sneiddum döðlum eða fíkjum.

Frábært með kjöti eða grænmetisréttum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here