Gulrótasúpa – Uppskrift

Gulrótasúpa

2 laukar
8 stórar gulrætur
2 msk ólífuolía
1/2 l vatn
Rifinn engifer
1 tsk karrý
Sýrður rjómi
Steinselja

Hakkið laukinn og steikið, í potti,  í olíu ásamt karrý. Rífið gulræturnar og skellið þeim í pottinn, ásamt vatni, látið þetta sjóða í smá stund. Blandið súpuna með töfrasprota eða hellið henni í venjulegan blandara og hellið henni svo aftur í pottinn. Kryddið með rifnum engifer og smakkið til með salti og pipar. Bætið að lokum sýrðum sjóma í þar til súpan nær réttri áferð. Skreytið með steinselju og berið fram með súpubrauði.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here