Gult verður áberandi í sumar

Það er ljóst að litagleði mun einkenna tískustrauma sumarsins. Guli liturinn verður áberandi í litaflórunni og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, þó margir séu ragir við að skarta skærgulum klæðum. Guli liturinn kemur í fjölmörgum tónum og auðveldlega hægt að vera glæsileg í gulu án þess að líta út eins og endurskinsmerki. Guli liturinn er skemmtilegur, hressandi og einfalt að para hann saman við aðra lágstemmdari liti.

Guli liturinn hefur verið áberandi á kvikmyndahátíðinni í Cannes, enda stjörnurnar ávallt með puttann á púlsinum hvað tísku varðar.

26685_dunst

Kirsten Dunst hefur þótt bera af hvað klæðaburð varðar á hátíðinni.

26685_kendrick

Leikkonan Anna Kendrick í kjól úr smiðju Stellu McCartney.

26685_theron

Charlize Theron.

26685_heidi

Fyrirsætan Heidi Klum tók sig vel út í gulu í Cannes.

26685_amal

Amal Clooney stórglæsileg í fölgulum síðkjól.

26685_gulur

Guli liturinn kemur í fjölmörgum tónum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Myndir/NordicPhotos/Getty

Birtist fyrst í amk… fylgiriti Fréttatímans.

SHARE