Hægðatregða – hvað er til ráða?

Hver er ástæða hægðatregðu?

Hægðir sem erfitt er að losa sig við, eða ef margir dagar líða milli hægða. Hægðatregða er yfirleitt hættulaus, en hún gæti verið einkenni annars sjúkdóms.

Hvernig lýsir hægðatregða sér?

 • Sársauki eða blæðing við hægðir.
 • Manni er ennþá mál eftir að hafa haft hægðir.
 • Kviðurinn er uppþembdur.

Hver getur verið ástæða hægðatregðu?

 • Of lítil vökvaneysla.
 • Of trefjarýrt mataræði. Trefjar binda vökva og lina hægðir.
 • Of lág efnaskipti.
 • Erting í ristli.
 • Bakverkir.
 • Krónísk nýrnabilun.
 • Ristilkrabbamein eða endaþarmskrabbamein.

Á hverju skal höfð gát?

 • Við neyslu vissra lyfja, m.a. atropíns, kalsíum-blokkara, Beta-blokkara, þríhringlaga geðdeyfðarlyfja, opíata, járns og magasýruhamlandi lyfja.
 • Hreyfingarleysi ef þú ert kyrrsetumanneskja.

 

Sjá einnig: Hver eru einkenni ristilkrabbameins?

Hvað á ég að borða til að komast hjá hægðatregðu?

 • Hafðu mataræðið fjölbreytt og trefjarík. þ.e. nóg af grófu korni, ávöxtum og grænmeti.
 • Drekka að minnsta kosti 8 til 10 glös af vatni á dag.
 • Heitir drykkir, heitt vatn, te eða kaffi geta einnig örvað hægðirnar.
 • Sveskjur og plómusafi geta hjálpað.
 • Forðastu fínt brauð, kökur og sykur.

Önnur góð ráð við harðlífi?

 • Hreyfðu þig reglulega, það styrkir þarmastarfsemina og minnkar streitu.
 • Hafðu reglu á hægðunum. Best er að venja sig á að hafa hægðir innan klukkustundar frá morgunverði. Ekki er heldur ráðlegt að flýta sér, a.m.k. að sitja í 10 mínútur, hvort sem þú hefur hægðir eða ekki.
 • Hitameðferð með vafningi, hitabrúsa eða hitapúða getur linað óþægindin.
 • Ágætt ráð er að halda dagbók, þannig er hægt að átta sig betur á því hvað veldur þessum óþægindum.
 • Ýmis lausasölumeðul fást við þessu.

Hægðatregða getur valdið eftirfarandi slæmsku:

 • Gyllinæð.
 • Ánetjun hægðalyfja.
 • Kviðsliti vegna of mikils rembings við hægðalosun.
 • Leg- eða endaþarmssigi.

 

Sjá einnig: Hvað orsakar sár í meltingarvegi?

Líkleg þróun

Lagast yfirleitt með hreyfingu, mataræði og nægri vökvainntöku.

SHARE